Af Vísi.is:
Það verður mikið um að vera fyrir fjölskyldufólk um helgina í Eden. Trúðurinn Eddi hefur heldur betur slegið í gegn, og hefur nú samið dans- og söngatriði í samstarfi við risa Amazon páfagaukaparið. Einnig er aldrei að vita nema Orkuveitu risarækjurnar og kanínurnar slái á létta strengi.
Ef það er eitthvað sem mig langar meira til að gera í heiminum en að sjá trúðinn Edda troða upp þá er það einmitt að sjá hann troða upp með risa Amazon páfagaukaparinu. Ég er hinsvegar ekkert svo spenntur fyrir Orkuveitu risarækjunum og kanínunum. Þær eru voðalega last year.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli