Eins og glöggir lesendur Frívaktarinnar hafa tekið eftir má varla birtast sá spurningalisti á netinu að ég sé ekki mættur sveittur til að svara honum. Eftirfarandi listi er líklega með þeim lúðalegri sem sést hafa, en ég get ekki hamið mig:
1. Aldrei í lífi mínu: Aldrei að segja aldrei.
2. Þegar ég var fimm ára: Var Katla María eftirlætis tónlistarmaðurinn minn.
3. Menntaskólaárin voru: Ókei.
4. Ég hitti einu sinni: Val í Buttercup þegar ég var að horfa á Liverpool leik á Glaumbar. Brian Pilkington var líka þar. Ég veit ekki hvort þeir tveir komu saman.
5. Einu sinni þegar ég var á bar: Settist ég í ælu. Var mjög pirraður yfir því, jafnvel eftir að ég uppgötvaði að ælan var mín eigin.
6. Síðastliðna nótt: Sofnaði ég seint. Ég er þreyttur núna en náði samt að sjá L.A. Clippers vinna Phoenix Suns sem var stuð.
7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: Verður vonandi þegar einhver giftir sig, fermist eða skýrist. Ég hef ekkert á móti kirkjum.
8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: Himma, samstarfsmann minn og Liverpúllara.
9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: Myndir af Robbie Fowler og Kobe Bryant.
10.Þegar ég verð gamall: Ætla ég að búa á stað þar sem ég get verið practically naked allt árið.
11. Um þetta leyti á næsta ári: Verður Liverpool u.þ.b. að vinna ensku deildina. Vonandi verð ég á staðnum.
12. Betra nafn fyrir mig væri: Boris.
13. Ég á erfitt með að skilja: Fífl.
14. Þú veist mér líkar vel við þig ef: Ég pota stundum óvænt í bumbuna á þér.
15. Fyrsta manneskjan sem eignaðist barn í mínum vinahóp er: Ölvir, svona af mínum nánustu held ég.
16. Farðu eftir ráðum mínum: Og hættu að kaupa þér stór sólgleraugu. Ég sé inn í tískuframtíðina og mjó sólgleraugu eru að fara meika stórt kombakk á næstu árum.
17. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: Kókó Pöffs
18. Afhverju myndi ég hata þig?: Erfið spurning.
19. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: Geir Ólafs ætti að syngja í því.
20. Heimurinn mætti alveg vera án: Coldplay og Manchester United.
21. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: Sleikja Elton Johnsrass.
22. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: Reykelsi.
23. Ef ég geri e-ð vel, er það: Að teikna KR-merkið fríhendis.
24. Myndir sem ég felli tár yfir eru: Nokkuð margar. Í svipinn man ég t.d. eftir ET, Kolya og La Bamba.