fimmtudagur, september 07, 2006





Það lítur út fyrir að handritshöfundar áströlsku sápuóperunnar Nágranna hafi ekki einungis óvenju næmt auga fyrir æsandi rómantík, magnþrunginni spennu og mannlegum harmleikjum heldur virðast þeir hafa afburða góðan tónlistarsmekk í ofanálag. Þáttur dagsins í dag ber t.d. nafnið Tangled Up in Roo, þáttur morgundagsins heitir Shelter from the Storm, svo kemur Tombstone Blues, Blood on the Max?, The Wicked Messenger, Hey Mr. Tambourine Sham, Licence to Swill, You're a Big Boy Now, Blonde on Blind og fleiri og fleiri titlar sem rekja má til Bobba Dælans. Aldrei hafði ég gert mér grein fyrir því hversu Nágrannar og Dælan bindast órjúfanlegum böndum.

Annars bind ég miklar vonir við að Bobby haldi tónleika einhversstaðar í Englandi í vetur. Hann er ein af fáum gömlum hetjum sem ég á eftir að sjá á sviði. Ég ætla að reyna eins og ég get að komast á Madness og Pogues sem eru að spila í vetur og vonandi spilar Morrissey eitthvað í Englandi líka. Ef ég væri væri moldríkur siðleysingi myndi ég ráða Morrissey til að búa heima hjá mér og taka óskalög þegar mér hugnaðist svo. Eða ræna honum og skipa honum að syngja fyrir lífi sínu. Að lífið sé einn langur Morrissey konsert - það er draumurinn.

Ég á erfitt með að mynda mér ákveðna skoðun á Dave Navarro í Rockstar:Supernova. Ég á það til að digga hann en þeim stundum hefur fjölgað upp á síðkastið sem mig langar bara til að berja hann. Eitt er þó víst: perralegri einstaklingur finnst ekki á þessari jarðkringlu. Hann fær plús fyrir það.

Að endingu vil ég koma þeirri skoðun minni á framfæri að lagið Just Like Jesse James með Cher er að öllum líkindum besta lag heims.

Mikið er gott að lofta aðeins út tilgangslausu blaðri og vitleysu öðru hvoru. Ahhhh....