fimmtudagur, mars 25, 2004
miðvikudagur, mars 24, 2004
Nýja lagið með Buttercup er ÆÐISLEGT!
"Ég redda því
Ég redda því á morgun eða hinn
Ég redda því
Áður en ég drepst"
Hreinn unaður að hlýða á þetta. Ekki er þetta Valur sem syngur? Ef svo er hef ég gróflega vanmetið hann sem söngvara. Hingað til hef ég eingöngu gefið honum kredit fyrir að vera stjarnfæðilega myndarlegur, eggjandi og djúpþenkjandi hugsuður. Go Valur!!!
"Ég redda því
Ég redda því á morgun eða hinn
Ég redda því
Áður en ég drepst"
Hreinn unaður að hlýða á þetta. Ekki er þetta Valur sem syngur? Ef svo er hef ég gróflega vanmetið hann sem söngvara. Hingað til hef ég eingöngu gefið honum kredit fyrir að vera stjarnfæðilega myndarlegur, eggjandi og djúpþenkjandi hugsuður. Go Valur!!!
Ekki er það nú glæsilegt hjá manni:
create your personalized map of europe
or write about it on the open travel guide
En ég hef þó komið til Afríku, nánar tiltekið Marokkó. I bless the rains down in Africa, eins og segir í þekktri dægurflugu. Var samt skítþunnur og ómögulegur meðan á dvöl minni þar stóð. Þyrfti að kíkja aftur við tækifæri.
create your personalized map of europe
or write about it on the open travel guide
En ég hef þó komið til Afríku, nánar tiltekið Marokkó. I bless the rains down in Africa, eins og segir í þekktri dægurflugu. Var samt skítþunnur og ómögulegur meðan á dvöl minni þar stóð. Þyrfti að kíkja aftur við tækifæri.
mánudagur, mars 22, 2004
Smellti mér á bíó í gærkveldi með Ölla og Himma. School of Rock með hinum geðþekka kómiker Jack Black varð fyrir valinu. Eitthvað var ég efins fyrirfram - hef enda sjaldan haft gaman að bíómyndum sem gera út á sniðuga krakkagemlinga (með örfáum undantekningum þó, t.d. Stand By Me og Zappa) - en sá efi hvarf úr huga mínum strax í upphafsatriðinu þegar Jack tekur eitt besta stagedive sem fest hefur verið á filmu. Eftir þetta frábæra atriði vex myndin við hverja raun og við vorum allir þrír sammála um ágæti myndarinnar í leikslok - hún er í rauninni bara öldungis frábær og eitt þægilegasta surprise sem ég man eftir í seinni tíð. Ég gef henni 4 stjörnur af fjórum mögulegum og sting um leið upp á framhaldsmynd: "School of Fusion" með Gulla Briem í aðalhlutverki. Einhverra hluta vegna finnst mér góð tónlist aldrei hljóma betur en í myrkvuðum bíósal. Ímyndið ykkur upphafstónana úr Garden Party skella framan í ykkur á full blasti meðan Gulli fer hamförum á settinu - taktviss, tignarlegur en þó um leið fullur kynþokka. Ég fæ gæsahúð við tilhugsunina.
Það er ekki góð hugmynd að vakna á mánudagsmorgni og háma sig heilan djöfuldóm af hlaupköllum áður en haldið er í skólann. Mig svimar, ég svitna og eftir einn skitinn kaffibolla er mig farið að flökra líka - líður svona svipað og á laugardagskvöldið þegar ég heyrði Júróvisjónlagið. En reynslan hefur kennt manni að setja ekki fram sleggjudóma eftir fyrstu hlustun.