miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Lettland er komið í EM! Ég sendi hamingjuóskir til Ilze Lace - rangeygðu Lettavinkonu minnar með mandarínurnar og óhamingjuóskir til Halim Samper - gerpisins sem rændi mig fyrir ári síðan.
Hollendingar að myrða skota en 2-2 í Tyrklandi. Þetta ætlar að verða athyglisvert. Hey! Við hvern er ég að tala?
Tyrkland 2 - Lettland 1, eru þá ekki Lettar áfram með marki á útivelli? Rússar komnir yfir í Wales. Eins og ég hef áður sagt er mér nokk sama um úrslit þessa leiks - svo framarlega sem einhver tekur sig til og fótbrýtur Private Ryan Giggs.
Og Norsarar að gera góða hluti...
Hollendingar komnir 1-0 yfir. Fookin shite.
...og Spangólar komnir í 1-0. Þeir ættu að geta glaðst við það, bölvaðir skrælingjarnir.
Hrmpf. 1-0 fyrir Tyrkja-Guddu. Þori að veðja að það var gæinn sem rændi mig sem skoraði.
Jæja - Króatir tóku Slóvena og ekkert nema mergjað um það að segja. Nú er bara að vona að Lettarnir hangi á jafntefli og Skotar myrði Hollendinga. Ég fylgist spenntur með í gegnum textavarpið - þá frábæru uppfinningu sem hefur fært mér marga gleðifregnina í gegnum tíðina.

Sá annars 70 mínútur um daginn og hló eins og kalkúnn allan tímann - sérstaklega yfir dagskrárliðnum "Truflun" þar sem Auddi truflaði götulistamann í London sem hefur það að atvinnu að standa eins og stytta. Bráðfyndið alveg hreint. Hef einhvern veginn ekki trú á því að þetta hafi verið jafn sniðugt þegar Simmi og Jói voru umsjónarmenn. Leiðindafífl þar á ferð. Hef ekki náð að kveikja á Idol - og það þó að Bubbi sé á svæðinu og fari á kostum. Mér finnst þetta bara leiðinlegt. Undarlegt.

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Dísöss maður! Það tekur mann 14 ár að labba niður þessa bévítans stiga hérna í Hlöðunni og út til að fá sér sígó. Í Köben fíraði maður bara upp fyrir framan tölvuna og enginn gerði athugasemd við það. Det er bare samfundets skyld, ikke?
Ekki veit ég hvað ég myndi gera án heimskulegra quiza á netinu. Sérstaklega kúl ef fylgja með svalar myndir eins og þessi af ofurtöffaranum Keith Moon. Annars bara.....skúbídú.
KeithBell
Bell Boy (Keith's theme)


Which Quadrophenia theme are you?
brought to you by Quizilla
Gin and juice:
You love to be with your homies! Like to get drunk
and smoke weed!


What Snoop song r u????
brought to you by Quizilla
J5ogstol
OHHH... en af mine personlige favoritter.. John 5!!
det betyder SEX...SEX...SEX


Hvem venter paa dig i skabet naar du kommer hjem!?
brought to you by Quizilla

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Heineken. I am from Holland, ishn't that weird?
Yesh, yesh, you have a strong personal flavor
and some people just don't like you. People who
really know you realize that you are one of the
best.


Which Beer are you?
brought to you by Quizilla
CWINDOWSDesktopPirates.JPG
Pirates of the Caribbean!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla
Besta ljóð ever eftir Dag Sigurðarson:

Raun vísinda:
stofnun háskólans


Ætla að glápa á vináttulandsleik milli Englands og Danmerkur á eftir og styð að sjálfsögðu Baunana. Spáin mín er:

England - 1 (Rooney)
Danmörk - 3 (Grönkjær, Rommedahl, Tomasson)

Jón Dahl kemur inn á í seinni hálfleik og gulltryggir sigurinn.

Annars frábærlega óvænt og skemmtileg úrslit í EM útsláttarleikjunum í gær. Skotar gerðu vel að vinna Van Tusselrooy og félaga frá Hollandi - eiga samt eflaust erfiðan leik fyrir höndum í á útivelli í næstu viku. Af einhverri fáránlegri ástæðu finnst mér Holland vera eitt af þessum liðum sem verða að vera með á stórmótunum - saknaði þeirra t.d. mjög mikið á HM síðasta sumar. Fokk itt - held samt með Skotum og vona að þeir rassskelli þá appelsínurauðu. Hup Hup Skotland! - eins og Hollendingar myndu orða það.
Rússland og Wales með markalaust jafntefli. Í þessu tilfelli er mér nokk sama hvort liðið kemst áfram - fíla bæði liðin en kannski skemmtilegra að fá Wales inn upp á flippið. Bara verst að ég hata þjálfarann þeirra og langar til að drepa hann.
Lettland tók helvítis Tyrkina 1-0 á heimavelli. Ekki það að Tyrkjadjöflarnir eru með assgoti gott og skemmtilegt lið og ættu í raun og veru skilið að komast áfram en samt þrumugott hjá Lettunum. Vona svo innilega að þeir nái að hanga á jafntefli í seinni leiknum. Spái því að Lettland verði Sigue Sigue Sputnik liðið í Portúgal ef þeir komast áfram.
Spánverjar mörðu Norðmenn 2-1 á heimavelli. Þarna eru ferðinni tvö lið sem vekja ekki upp neinar sérstakar tilfinningar hjá mér - spanjólum tekst alltaf að kúka í buxurnar á stórmótunum og Norðmenn auðvitað þekktir fyrir allt annað en skemmtilega knattspyrnu. Spái því að Spánn meiki þetta en vona samt að Norsarar grísi á að slá þá út - uppá flippið.
Króatíumenn tóku netta skitu og náðu einungis jafntefli gegn Slóveníu á heimavelli. Króatar eru mínir menn og vonandi ná þeir að redda þessu í seinni leiknum. Annars eru Slóvenar helvíti skemmtilegir líka. Ég er mest pirraður yfir því að bæði Pólverjar og Írar klúðruðu því að komast til Portúgal. Írarnir voru náttúrulega langsamlega bestir á HM síðasta sumar og alltaf ber ég nú taugar til Pólverja. Að því slepptu virðist þetta ætla að verða skuggalega góð og spennandi keppni og valið lið í hverju rúmi. Danir munu væntanlega lenda í einhverjum dauðariðli eins og venjulega og detta út snemma og ég þori að hengja mig upp á að Englendingar lenda í auðveldasta riðlinum og annaðhvort detta út eða rétt svo ná að redda sér í gegn. Tékkarnir eru stórt spurningamerki - vona að þeir verði í formi. Eitt veit ég fyrir víst; ekkert af eftirtöldum liðum mun vinna keppnina:

Portúgal
Frakkland
Ítalía
Holland
Spánn

Hallast einna helst að því að Nasistarnir taki þetta. Hvernig sem fer þá má öruggt telja að þetta verður veisla - knattspyrnuveisla.

Nóg um fótbolta - einhverstaðar heyrði ég því fleygt að rokkið væri daut. Það má vera að svo hafi verið en í gær lifnaði það a.m.k. við svo um munar. Þá kom nefnilega út geisladiskurinn "Seljum allt" með Ríkinu. Mér áskotnaðist eintak í gær og betra vagg og veltu hefi ég eigi heyrt svo árum skiptir - líklega ein 10 ár, eða síðan Rage Against the Machine gaf út fyrstu plötu sína. Ekki það að ég sé að líkja þessum tveimur böndum saman - Ríkið er einfaldlega miklu betra. Ég skora á alla sanna tónlistaráhugamenn að verða sér úti um "Seljum allt" hið snarasta. Ef menn þyrstir í forsmekk má t.d. fara inn á rokk.is eða Jon.is og ná sér í nokkur lög með þessum snillingum. Ég mæli sérstaklega með meistarverkinu "Hver er ekki hóra í dag?" en bakraddir í því lagi kyrja ekki ómerkari menn en þrímenningarnir í Grilluðum Þriller og Síldarsmellunum. Ekki ónýtt það. Góðar stundir.