föstudagur, janúar 23, 2004

Á jákvæðari nótum þá hefur veðrið verið alveg prýðilegt síðust daga. Það er mér að þakka. Ég biðst nefnilega fyrir til veðurguðsins almáttuga, sem ég kýs að kalla Óskar, á hverju kvöldi og heimta með þjósti skaplegt veður sem hæfir mínu fatavali - eins og segir í þekktri dæguflugu. Óskar hefur tekið vel í umleitanir mínar að undanförnu og fyrir það ber að vera þakklátur, en ef hann býður upp á frost og snjó aftur á næstunni mun ég buffa hann.

Einnig mæli ég með því að fólk lesi frábæra grein um karaokeklúbbinn Kalla í DV í dag. Ég er stofnmeðlimur í klúbbi þessum og virkur þátttakandi (karaokenefnið mitt er Viggó fyrir þá sem velta því líklega fyrir sér við lestur greinarinnar) en ég bað kurteisislega um að ekki yrði birt mynd af mér í tengslum við greinina. Hinsvegar birtust fínar myndir af Ölla, Val og Kalla. Tékkið á því!
Íslendingar ræptu á sig í fjandboltanum í gær eins og búast mátti við. Þeir munu skíttapa fyrir Ungverjum en líklega merja Tékka. Þetta eru nú meiru aularnir. Að sjálfsögðu ættu þeir að vinna Evrópukeppnina með annarri hendi miðað við áhugann sem ríkir á þessari ekki-íþrótt hér á landi og algeran skort á áhuga í öllum öðrum siðmenntuðum löndum. Ísland er eina landið í heiminum sem tekur þessa bjánalegu vitleysu alvarlega. Ekkert að því svosem - en þá eiga þeir líka að vinna keppnir. Vesalingar.
Hvernig er það, var ekki Burger King á leiðinni til landsins? Ég er orðinn óþreyjufullur. Hvernig majones ætli þeir komi til með að nota? Ætli þeir fari að fordæmi baunanna og flytji inn besta majó í heimi - hið þýska Kraft Salatmajones? Það væri óskandi. Ef þeir nota þá majónes yfirleitt. Íslendingar virðast upp til hópa ekki kunna að meta majónes. Hálfvitar. Þurfa að blanda saman majó og tómatsósu til að geta étið það. Fífl. Ef mér verður boðið upp á Whopper með hamborgarasósu eða einhverjum fjandanum drep ég einhvern. Hamborgarasósa er ógeð. Pítusósa er hinsvegar góð - þ.e.a.s. sú sem er á veitingastöðunum. Sú sem fæst úti í búð er ekki að kötta það.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

ÁSTIN FISKANNA

I have been given the gift of blog. Tölvan mín er biluð. Árans tölvan. Ég sem var í þunn mund að fá mér fría þriggja daga reynsluáskrift að tonlist.is og hlakkaði svo til að ná mér í Jóa Útherja með Ómari Ragnarssyni. Ég er orðinn nokkuð viss um að Valdimar og Diddi eru samkynhneigðir því þeir gera lítið annað en að nudda sér hvor utan í annan og éta kúkinn úr hvor öðrum eins og sannra homma er siður. ég þarf að fara að drífa í því að berja þessu vitleysu úr þeim - kynvilla gæti orðið að tískufyrirbrigði í búrinu þeirra eins og bláar gallabuxur hjá okkur mannfólkinu. Handbolti tranbolti. Spái því að við merjum frændur okkar Slóvena í kvöld með einu marki en fretumst svo til að ná jafntefli við Ungverja. Frændur okkar Tékka sigrum við auðvitað stórt. Tékkið á því! Svo er auðvitað stórleikur ársins í enska boltanum á laugardaginn kl. 17.30 - Liverpool gegn Newcastle í bikarnum. Sýndur í flestum betri rottuholum. Ætlaði að skella mér á 21 Grams í bíó um helgina en sé svo ekkert um hana á kvikmyndir.is. Hélt það ætti að frumsýna hana á morgun eða hinn. Hvaða hvaða? Jæja, eflaust hundleiðinleg mynd hvort eð er - Sean Penn grenjandi eins og kelling í 90 mínútur. Líst ekkert á hvað hann er orðinn mikill eymingi upp á síðkastið. Þarf að drífa í því að berja þetta úr honum.

sunnudagur, janúar 18, 2004

Kjarri mælir með:


Tónlist:

Long haired Lover from Liverpool m. Jimmy Osmond

Kvikmyndir:

The Last Samurai

Bækur:

Mötley Crue : The Dirt e. Mötley Crue og Neil Strauss

Matur:

Fransbrauð m. hangakjeti og eggjasalati

Drykkur:

Melroses te

Sjónvarp:

Maður á Mann : Hrafn Gunnlaugsson. Verður endurtekið út vikuna