föstudagur, maí 14, 2004

Nýi Liverpool búningurinn er ágætur. Kannski full stílhreinn fyrir minn smekk. Fótboltabúningar verða að vera pinku hallærislegir, það finnst mér a.m.k.
San Antonio Spurs - LA Lakers í gær var svaðalegasti körfuboltaleikur sem ég hefi á ævinni séð. Lesið allt um það hér. Hvað er annars málið með þetta rok? Not my cup of Colt 45, cuz! Rigningin er ókei en rokið? Mætti ég þá heldur biðja um Hörð Torfa.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Snoop Dogg kvót dagsins:

"I keep hearing about muthafuckin Harry Potter. I´m like, Who is this muthafucker I keep hearing about?"

- Snoop Dogg, whose new movie, The Wash, opened in America the same week as Harry Potter And the Philosophers Stone.
Halló Akureyri! Af hverju birtist allt tvisvar sem ég skrifa? Er þetta ekki full mikill tvískinnungsháttur? Annars er Bjarna Fel listinn kominn upp í nákvæmlega 666 undirskriftir. 666 er góð tala, eða eins og Bubbi söng:

Ég bíð við Iðnó undir ljósunum gulu
úti á svellinu fólkið sé.
Í kvöld við skulum skauta út á ísinn
og skera í hann 666.
Töffarar sem hafa upphafsstafina K.R.:

Keith Richards

Kenny Rogers

Keanu Reeves
Töffarar sem hafa upphafsstafina K.R.:

Keith Richards

Kenny Rogers

Keanu Reeves

miðvikudagur, maí 12, 2004

SKANDALE DOMMER!!!

íslenski homminn Tómas Þórðarsom náði ekki að fleyta Dönum í úrslitakeppni Júóvisjón. Þetta er auðvitað allt saman pólitík. Það hefði verið gaman að sjá tvo íslenska homma á sviðinu í Tyrklandi en af því verður víst ekki þannig að á laugardaginn mun ég styðja:

Ísland - ágætis lag þegar maður heyrir það í 15. skipti.

Tyrkland - Tyrkir koma sterkir inn með drullufínt ska lag. Á dauða mínum átti ég von...

Úkraína - Ruslana rúlar.

Belgía - sæt kona með gott lag.

Grand Prix er stuð.

þriðjudagur, maí 11, 2004

Og þá vantar mig auðvitað eitthvað svalt DJ nafn....hmmmmmmm.

DJ Django?

Ég sé fyrir mér hóp af hressu fólki sem hittist niðri í miðbæ á leiðinni á barinn:

"Hei krakkar. Æðislegt fyllerí maður! Dídjei Django er að spila. Hann klikkar tæplega! Öddi, réttu mér flöskuna - ég ætla að neyta innihalds hennar!"

Gæti gerst...
Og já, meðan ég man. Ég er hættur við að verða skemmtaraleikari og hef ákveðið að gerast DJ. Vantar einhvern góðan skífuþeyti í sumar? Ég er þægilegur og ódýr í (við)rekstri.
Valdimar Örn og Diddi Fiðla, gullfiskarnir mínir, eru hundleiðinlegir og gera aldrei neitt sniðugt og skemmtilegt. Ég er orðinn dauðleiður á því að skipta um vatn hjá þeim og gefa þeim að borða. Ef einhvern langar að eiga þessar tvær bráðfallegu en dauðyflislegu skepnur er það meira en guðvelkomið. Annars fara þeir á betri stað (klósettið) eða hitt, að ákveðinn köttur á Óðinsgötu fái afmælisgjafirnar sínar með fyrra fallinu þetta árið.
Gaui Þórðar.
Fjarlægðin gerir fjöllin blá...


...og lagið "Nostalgía" með SSSól og Ingibjörgu Stefáns gott.

Ba ba ba ba
babba bararababb!
ÓKEI!!! Ég játa það að tunglið er ostur.....


Hörkufínt bara, svona í minningunni a.m.k.

mánudagur, maí 10, 2004

Jæja - er farinn heim að horfa á Survivor. Spennan er orðin óbærileg. Minn maður Boston Rob er eitthvað að klikka á þessu sýnist mér. Sjáum hvað setur, Pétur.
Erótíski leiðtoginn Ölvir er á leiðinni til Parísar um helgina þar sem hann mun m.a. sjá höfuðsnillingana í Skatalites á tónleikum. Ég öfunda hann svo mikið að ég er að hugsa um að skreppa til hans á eftir og hrinda honum.
Sid Vicious hefði orðið 47 ára í dag hefði hann ekki sprautað full miklu magni af fíknilyfjum í handlegginn á sér þegar hann var 21 árs. Hvað ætli hefði orðið um Sid hefði hann lifað? Fyrir mörgum árum las ég einhverja grein í Q þar sem blaðasnápurinn taldi líklegast að hann hefði farið út í sjónvarpsmennsku, nánar tiltekið að Sid væri í dag að stjórna sínum eigin "Falin myndavél" þætti. Það finnst mér góð ágiskun.
EM 2004

Já Hemmi minn! Það er svo mikið svoleiðis! Jæja, alltaf í boltanum?

Ó já. Evrópukeppnin í Portúgal hefst þann 12. júní næstkomandi og því ekki seinna vænna en að koma með offisjal spá á Frívaktina. Það er ekkert launungarmál að ég held með Dönum en einnig lít ég lið eins og Tékkland, Lettland, Rússland, Króatíu, England og Þýskaland hýru auga. Helsta martröðin er auðvitað sú að Frakkakvikindin fari að gera einhverjar rósir. Ef svo ólíklega vill til lofa ég því hér með að ég mun æla, míga eða skíta á hvert einasta hús á Frakkastíg áður en sumarið er úti. En hér er semsagt spáin mín. Hún er birt án ábyrgðar og ekki þýðir að tuða í mér ef einhver veðmál eða slíkt fara illa vegna hennar. Enjoy:

A-RIÐILL:

Portúgal
Spánn
Grikkland
Rússland

Orðabókarskýringin á “önderatsjívers” er “landslið Portúgal.” Núna er hinsvegar lag fyrir þá að gera loksins eitthvað af viti – á heimavelli og flestar stórstjörnurnar ennþá með og komnir með fjári mikla og góða reynslu af stórmótum. Ég hef alla trú á því að þeir muni krúsa næsta auðveldlega í gegnum þessa riðlakeppni og vinna alla leikina. Eina liðið sem þeir munu eiga í virkilegum erfiðleikum með eru Spánverjar. Þeir eru, eins og góður maður benti mér á um daginn, nánast á heimavelli í Portúgal en þó án þeirrar miklu pressu sem fylgir því að vera heimaliðið. Það mun skipta miklu máli fyrir þá og þrátt fyrir að vera aumingjar með stærðarinnar manna í brók munu þeir hlussast í 8 liða úrslitin. Þeir verða jafnir Rússum að stigum en Rússar munu tapa stórt fyrir Portúgal og því mun markatalan verða Spanjólum hagstæð. Ég er strax farinn að vorkenna Rússum sem munu án efa spila skemmtilega en verða óheppnir. Það verða því engar óeirðir á strætum Moskvuborgar í júní heldur mun þjóðin fagna leikmönnum innilega þegar þeir snúa heim á leið. Grikkir geta ekki neitt, hafa aldrei getað neitt og munu aldrei geta neitt. Mér gæti ekki verið meira sama. Þeir munu “pull a Daniel August” og ljúka keppni með ekkert stig. Farið hefur hné betra.

Áfram í 8 liða úrslit: Portúgal og Spánn

B-RIÐILL:

Frakkland
Sviss
England
Króatía

Helvítis djúpsteiktu froskalappirnar eru líklega með mest óþolandi landslið allra tíma. Stór ástæða fyrir því hversu óþolandi þeir eru er sú staðreynd að þeir eru assgoti flinkir. Það var mergjað að fylgjast með þeim rjóma upp á bak í síðustu HM og skora ekkert mark, en því miður verður sú ekki raunin nú. Þeir munu gera markalaust jafntefli við England í fyrsta leiknum sínum en vinna hina tvo “með einari”. England er með lélegt lið og mikla hefð. Það sem þeir verða að treysta á er baráttan. Baráttan verður að vera í lagi ef ekki á illa að fara. Hún verður í lagi gegn Frökkum en svo fer undan að síga. Þeir munu samt fara áfram í 8 liða, aðallega þökk sé því hversu slök hin tvö liðin í riðlinum eru. Eins og mér þykir vænt um Króatana verða þeir því miður heillum horfnir í þessari keppni og detta út með 1 stig sem þeir munu næla sér í gegn arfaslökum Svisslendingum. Sviss fær líka 1 stig og dettur út án þess að nokkur taki almennilega eftir þeim. Þeir gætu hugsanlega náð að safna í half-decent lið ef þeir gætu ferðast aftur í tímann og náð í bestu leikmennina sína frá HM 94 og EM 96. Það er ekki hægt.

Áfram í 8 liða úrslit: Frakkland og England

C-RIÐILL:

Svíþjóð
Búlgaría
Danmörk
Ítalía

Já þetta verður skemmtilegur riðill. Ítalir eru eiginlega alltaf sterkir og ef þeir lenda ekki í bólufreðnum dómurum með ræpu eins og á síðustu HM munu þeir taka þennan riðil right up the fucking Gary. Danir verða sjeikí til að byrja með, harka út jafntefli gegn Ítölum og merja Búlgari en þjóðarstoltið mun láta til sín taka í síðasta leiknum gegn Svínþjóð. Baunar vinna þennan skemmtilegasta leik riðlakeppninnar 2-1. Ég er meira segja ekki frá því að Ebbe Sand hrökkvi í gang í þessum svaðalega leik og skori sigurmarkið eftir að hafa verið ömurlegur í Bundesligunni í allan vetur. Eðalleikmaðurinn Claus Jensen skorar fyrra markið. Ég hef mínar efasemdir um Jesper Grönkjær sem á það til að hverfa í leikjum milli þess sem hann sýnir gríðarleg tilþrif – en hann er góður gæi. Minn maður Morten Wieghorst stendur keikur vaktina í vörninni og stígur ekki feilspor. Ég verð nú að játa það hér að ég prumpaði í buxurnar þegar ég heyrði að Henke Larson hygðist taka fram landliðsskóna á nýjan leik og spila með Svínum í þessari keppni. Gæinn er bara svo feykilega góður. Restin af liði Svína, fyrir utan Ljungberg, er hinsvegar sultutau þannig að þeir detta út – and a fookin good riddance to ye Helgas! Það er hætt við að það verði ófá bremsuför í hreinum, gulum, endurunnum naríum að kvöldi þess. 22. júní. Búlgarir geta ekkert – 0 stig (wishful thinking – þeir gætu alveg gert einhverjar skráveifur).

Áfram í 8 liða úrslit: Ítalía og Danmörk

D-RIÐILL:

Tékkland
Lettland
Þýskaland
Holland

Já blessaður – þessi riðill er sannkallaður náriðill og ekkert verður gefið eftir. Lettar fara því miður illa út úr þessu öllu saman og tapa öllum leikjunum. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að allir innbyrðis leikirnir milli Tékklands, Þýskalands og Hollands endi með jafntefli og því mun það skipta öllu máli hverjir sigra Letta með mestum mun. Það verður þýska stálið. Kevin Kuranyi verður ein af stjörnum mótsins og gott ef Fredi Bobic hrekkur ekki í gang beint af bekknum hjá Herthu Berlín. Tékkar munu halda uppi merki skemmtilegrar sóknarknattspyrnu og komast verðskuldað áfram með Milan Baros í Broddi Kristjáns, afsakið, fylkingar. Hann verður magnaður í þessari keppni. Nú veit ég ekki hverjir verða frammi hjá Hollendingum en hvílíkt úrval sem þeir hafa af góðum sóknarleikmönnum. Ég ætla að spá því að þjálfarinn geri þau mistök að láta Ruud Van Gubbstelrooy og Patrik Kluivert byrja inn á þó svo að hvaða heilvita Indriði geti séð að bæði Roy Makaay og Pierre van Hooijdonk eru silljón sinnum betri. Þetta kemur Hollendingunum í fljúgandi koll.

Áfram í 8 liða úrslit: Þýskaland og Tékkland

Já! Þá er komið að því að skoða hverjir mætast í 8 liða úrslitunum:

8 LIÐA ÚRSLIT:

Portúgal - England

Portúgal á heimavelli í höfuðborginni mun reynast of mikið fyrir brothætt lið Englendinga. Ekki það að Portúgalar eigi eftir að sýna neinn stjörnuleik en enska vörnin á eftir að leðja á sig svo um munar og fá á sig 3 mörk. Ég er í góðu skapi svo ég ætla að spá því að Gary Neville skori sjálfsmark og fái svo rautt spjald. Michael Owen kemur þó Englendingum yfir í fyrri hálfleik. Enskar bullur hrökklast heim með rassinn á milli lappanna og það mun enginn sakna þeirra tiltakanlega – enda gersamlega óalandi og óferjandi kvikindi þegar þeir ferðast til annarra landa.

Úrslit: Portúgal – England 3 – 1

Frakkland – Spánn

Tvö mest óþolandi liðin í keppninni setja á svið knattspyrnuveislu þann. 25. júní í Lissabon. Spánverjar komast yfir snemma með marki gulldrengsins Raúl en Frelsiskartöflurnar jafna á síðustu mínútunni, öllum nema þeim sjálfum til óþurftar og leiðinda. Leikurinn fer í framlengingu og þar munu þeir óhjákvæmilega skora gullmark eða silfurmark eða hvað í fjandanum þessi leiðindaregla er kölluð nú til dags. Til að kóróna daginn verður það skítaræfill á borð við Louis Saha eða David Trezeguet sem skorar markið.

Úrslit: Frakkland – Spánn 2 – 1 (eftir framlengingu)

Ítalía – Tékkland

Þetta verður stál í stál. Tékkar sækja og sækja, Pavel Nedved skítur í stöng og slá,verður brjálaður og sparkar niður 5 spagettísprella á 5 mínútum, fær rautt. Ítalir verjast og verjast og pota svo inn einu 5 mínútum eftir að Nedved fer út af. Ég skal hundur heita ef það verður ekki Filippo Inzaghi sem skorar. Þetta verður sigur skynseminnar gegn leikgleðinni – og við því er ekkert að gera býst ég við. Svona er nú einu sinni fótboltinn.

Úrslit: Ítalía – Tékkland 1 - 0

Þýskaland – Danmörk

Þetta verður annar góður leikur. Danir koma til með að sækja og Þjóðverjar að verjast. Stálið heldur og þeir skora tvisvar á síðustu 10 mínútunum. Leikurinn verður jafnari en flestir aðrir leikir í keppninni en svo fer sem fer. Var það ekki Gary Lineker sem sagði eitthvað á þá leið að reglur knattspyrnunnar væru í raun sáraeinfaldar: Tvö lið, tvö mörk, bolti og Þýskaland vinnur alltaf. Þetta er mikil og góð speki.

Úrslit: Þýskaland – Danmörk 2 – 0

UNDANÚRSLIT:

Portúgal – Ítalía

Portúgalar enn og aftur á heimavelli í höfuðborginni en í þetta sinn er það ekki nóg fyrir þá. Ítalirnir eru barasta of sterkir og skora í framlengingu eftir að Portúgal jafnar leikinn á lokasprettinum. Grátur og gnístran tanna hjá aðdáendum Portúgal en stuð og fjör á flestum pizzastöðum Evrópu.

Úrslit: Portúgal – Ítalía 1 – 2 (eftir framlengingu)

Frakkland – Þýskaland

Þann 1. júlí í Porto verður réttlætinu fullnægt og Froskagleypirnir verða slegnir út af óhemju einbeittum og baráttuglöðum Þjóðverjum. Lokatölur verða 1 – 0 Þýskalandi í vil og sigurmarkið verður skorað úr vítaspyrnu sem Frökkum mun þykja vafasöm en engum öðrum. Frakkar munu drekka sorgum sínum í samkynhneigðu rauðvíni meðan þýskarar klára bjórbirgðir Porto á innan við 6 klst. Þetta eru menn sem kunna að skemmta sér og fagna góðum árangri.

Úrslit: Frakkland - Þýskaland 0 -1

ÚRSLITALEIKURINN:

Ítalía – Þýskaland

Úrslitaleikurinn verður þvert ofan í allar spár hin besta skemmtun. eftir venjulegan leiktíma verður staðan 1 – 1 eftir að krautarar jafna á 83. mínútu. Við þetta lekur allur vindur úr Ítölum og þeir fá á sig sigurmarkið eftir einungis 3 mínútur í framlengingu. Ze Germans springa úr gleði – enda ekki við miklu af þeim búist fyrir mót, en öfuguggarnir gráta sig í svefn eins og litlu stelpurnar sem þeir eru. Works for me!

Úrslit: Ítalía - Þýskaland 1 - 2

SIGURVEGARAR EM 2004: ÞÝSKALAND!

Takk fyrir.



sunnudagur, maí 09, 2004

Hvað er meira viðeigandi á sunnudagskveldi en að horfa á Lakers troða San Antonio upp í rassgatið á sjálfum sér? Ekki margt.

Fór á Þingvelli í dag og fékk mér kaffi á Café Þingi. Það er svalur staður og ekki skemmdi fyrir að úti í sólinni hafði plantað sér skemmtaraleikari sem spilaði skemmtileg lög á skemmtarann sinn, lög eins og Ég veit þú kemur í kvöld til mín, Ó þú, Bíddu pabbi og Tunglið tunglið taktu mig. Sól, kaffi og skemmtilegur skemmtaraleikari. Ég bið ekki um mikið meira. Ég gæti alveg hugsað mér að vinna við þetta - að vera skemmtaraleikari. Þetta er örugglega nokkuð næs og nóg að gera ef maður er góður. Já, fjandinn hafi það ef þetta er ekki bara draumadjobbið mitt. Ég ætla að byrja að æfa mig á morgun.
Hyde
You are Steven Hyde. You're the rebel, making fun
of people kind of guy. Even though deep down
you're a very sweet guy that cares for people
too. You don't think of yourself as the
greatness of the group, and that's why they
love you. Being in the basement, getting *wink
is one of the things you loooove to do.


Which 70's Show character are you?
brought to you by Quizilla