Hrikagedveiki
Ég er ömurlegur bloggari. Það er staðreynd. Hið sama gildir ekki um Bubba M. Kóngurinn neitar að láta þegna sína lifa í stöðugri óvissu heldur uppfærir reglulega heimasíðuna sína með nýjustu fregnum af sér og sínum:
Sun Apr 10, 2005 6:39 pm
fleirri frettir vid eru ad klara ad mixa a tessari stundu rapplag sem er bara hrikagedveiki vid bardi og oskar stefnum ad lata setja okkur i formalin eftir tessar plotur eg er buin ad vinna med morgum um afina en bardi er stakur kvistur a grei nei hann er ledurblaka heilog ledurblaka sem fligur um a gummikendum vangum sinum og dalir snilli sinni ohikad yfir mig annars verda tvennir tonleikar 6 juni i tjodleikhusinu 25 ara labb i gegnum soguna eg er annars bara i studi og held ad tessar plotur seu bara snild bubbin
Annars er bara allt í fíling. Brúðkaupsundirbúningur (heyrði að vísu um daginn að það væri politically incorrect að tala um brúðkaup - að kaupa brúði o.s.frv....) í fullu svingi og gott ef sumarið er ekki bara að láta á sér kræla. Það finnst a.m.k. hárgeiðsludömunni minni sem klippti mig þessari fínu raðmorðingjaklippingu fyrir skömmu undir því yfirskini að þetta væri "sumarklippingin." Eftir heimsókn til Adda frænda er Ipodinn minn orðinn stútfullur af fyrirtaks niðurgangi og því ekki úr vegi að birta hér nýjan topp 5 lista yfir uppáhalds Ipod lögin mín þessa stundina:
1. Prince - Alphabet Street (þ.e.a.s. fyrstu 3 mínúturnar, slekk alltaf á því þegar gellan byrjar á þessu hræðilega rappi)
2. The Five Stairsteps - Ooh Child
3. The Smiths - Paint a Vulgar Picture
4. Supergrass - Pumping on your Stereo
5. Wu-Tang Clan - Gravel Pit
Mér lýst hörkuvel á nýja páfann og hef alla trú á á honum takist að hefja embætti páfa til vegs og virðingar á nýjan leik. Svo er hann líka svo déskoti sexy.