föstudagur, febrúar 06, 2004

Beikon Barón

Topp 5 - Bestu myndir sem Kevin Bacon kemur fram í:

1. Diner (1982)
2. JFK (1991)
3. Stir of Echoes (1999)
4. Sleepers (1996)
5. Mystic River (2003)

Baráttan um 5. sætið var hörð milli Mystic River og Footloose. Báðar mikil vonbrigði að mínu mati. Atriðið í Footloose þegar Beikon dansar til þess að gleyma er reyndar assgoti fínt, en restin slök. Mystic River er örlítið skárri. Jú töluvert skárri.
Jó! Herra Fyrrverandi er með Popppúngsgetraun. Ég skeit á mig. Þykist þið geta betur?

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Dj?fulsins veisla!!!
Jæja - þá er það komið á hreint og óþarfi að pæla meira í því:



You are going to marry Brad Pitt. He is always
friendly to anybody he ever meets and he is
very talented as an actor. He is also very
sincere and friendly. He will respect you until
the day he dies. Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (now 12 (i just added more, and still more to come!)results that have pics!)
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Mér var að berast tölvupóstur:

"Sæl og blessuð og takk fyrir síðast þið sem mættuð í síðustu vísindaferð :)
Nú er komið að næstu vísindaferð og farið verður í Félagsþjónustuna í
Hafnarfirði næstkomandi föstudag 6. febrúar. SKRÁNING ER HAFIN Í ODDA
Mæting er í Odda kl: 16 á föstudaginn"


Það má með sanni segja að mig hreinlega verki af spenningi yfir þessu. Félagsfræðinemar kunna sko að skemmta sér!
Mig dreymdi í nótt að ég var að velja lög til að nota í bíómynd. Þetta var næstum því myndin City of God en samt ekki alveg því hún gerðist á Jamaica. Ég skemmti mér konunglega í draumnum - var að horfa á valin atriði úr myndinni og pæla í því hvaða lög pössuðu við hin og þessi atriði. Þetta hlýtur að vera besta djobb í heimi og eitthvað sem ég væri vel til í að leggja fyrir mig. En þá verð ég líka að standa mig betur heldur en í draumnum í nótt - er ekki viss um að allir yrðu sáttir við "Mývatnssveitin er Æði" með Hljómum sem upphafslagið í mynd um ofbeldisklíkur á Jamaica.
Góðir hálsar!

Stórreykingar og 15 stiga frost fara ekki vel saman. Hálsinn á mér má muna fífil sinn fegurri. Í aðstæðum sem þessum er góður trefill gulls ígildi. Það fer ekki á milli mála.