fimmtudagur, september 20, 2007




Toggi pungsjampó er byrjaður að blogga á slóðinni thorgrimur.eyjan.is. Grípum niður í eina af mörgum áhugaverðum sögum Þorgríms:

"Hinn yndislegi Gunnar Eyjólfsson leikari læddist aftan að mér þar sem ég sat á Kaffitár á dögunum. Hann spurði: ,,Þorgrímur, hvað er það að tala?”. Ég reyndi að hugsa eitthvað djúpt og viturt en sagði svo eitthvað kjánalega spekingslegt. Þá sagði þessi mikilsverði maður sem treystir lífsins orku dags daglega. Enda er hann Qi-Gong maður: ,,Að tala er að rjúfa þögn!”

Það er svo margt að, svo margt sem gerir mig reiðan, svo margt sem hræðir mig, svo margt sem gerir mig ringlaðan, innifalið í þessum örfáu línum að mér verður orða vant. En eitt er víst: ég mun fá martröð í nótt, og sú martröð mun skarta mér, Togga og Gunna í aðalhlutverkum og sögusviðið verður Kaffitár.

miðvikudagur, september 19, 2007

Ricky Gervais guests on the F-Word

Ricky Gervais getur verið mjög funny. Mæli með þessu - fyndnasta stöffið er í endann.

sunnudagur, september 16, 2007

China Crisis - Black Man Ray

Jæja, ég náði loksins að finna út úr þessu veseni með að pósta youtube dóti á bloggið mitt. Vandamálið var ekki ýkja flókið þegar allt kom til alls: þessi nýi blogger er vanskapaður saur. Eníhú.
Ég er í nostalgíukasti að hlusta á Liverpool hljómsveitir frá 9. áratugnum, er að tapa mér yfir OMD, Echo and the Bunnymen, Frankie Goes to Hollywood, Teardrop Explodes og svo mætti lengi telja. China Crisis eru nú samt the pick of the bunch. Hver sem þú ert og hvað sem þú ert að gera - ég skipa þér að taka þér pásu og hlusta á þetta hreinræktaða og unaðslega popp, beinustu leið frá the Pool of Life. Þetta er eins og hunang fyrir eyrun, ef þér þykir gott að vera með klístruð eyru. Þú verður betri manneskja fyrir vikið, ég ábyrgist það. Herrar mínir og frúr, frá Liverpool - China Crisis gjörið svo vel.