þriðjudagur, febrúar 10, 2004
Finding Nemo er frábær mynd. Lost in Translation er líka skemmtileg. En þessa dagana hef ég aðeins augu fyrir einn - þennan hérna meistara. Flýg til Köben í fyrramálið og get því ekki kosið í H-skólakosningunum. Djöfull. Ég sem hef svo gífurlegan óbilandi áhuga á þessu. Ég mun líklega ekki geta sofið úti af áhyggjum yfir því hvort Vaka eða Röskva eða jafnvel Háskólalistinn sigri í kosningnum. Ekki skrýtið þar sem úrslitin skipta öllu máli - ekki einungis fyrir okkur stúdenta heldur alla landsmenn, og ekki einungis núna heldur einnig fyrir framtíðina. Þetta eru stjórnmálamenn framtíðarinnar. Þeir sem erfa munu landið. Salt jarðarinnar. Athyglissjúkir framapotar. Mætti ég þá heldur biðja um Hörð Torfa.