miðvikudagur, febrúar 14, 2007
Fyrir réttu ári síðan fæddist hið óvenju yndislega stúlkubarn Hrafnhildur Kjartansdóttir á Landspítalanum í Reykjavík. Hún hefur verið mömmu sinni og pabba endalaus uppspretta ómældrar ánægju síðasta árið og herma fregnir að stoltari foreldrar séu vandfundnir heims um ból.
Frívaktin náði tali af Hrafnhildi eldsnemma í morgun. Aðspurð sagðist hún ætla að eyða afmælisdeginum í ró og næði og jafnvel að naga nefið á bangsanum sínum ef tími gæfist til.
Við óskum Hrafnhildi innilega til hamingju með stórafmælið og birtum hér tvær exclusive fréttamyndir af skvísunni. Sú fyrri var tekin í morgun og sú síðari þegar Hrafnhildur rakst á sjálfan Ringo á röltinu í miðborg Liverpool. Vel fór á með þeim tveimur enda um afburðafólk að ræða.