Ég sé Ljósið
Stundum skín ljósið á mann. Dæmi: sumarið 1993 komu út litlar myndir af leikmönnum þáverandi 1. deildar í knattspyrnu í pökkum - 10 myndir í hverjum pakka - og var þetta apparat kallað Rauða Spjaldið. Ég var nú orðinn þetta 16-17 ára og var því ekki alveg í markhópnum sem Rauða Spjaldið var að stíla inn á, en var bæði seinþroska og mikill KR-ingur. Ég ákvað því að smella mér á einn pakka af Rauða Spjaldinu - aðallega vegna þess að mig langaði í mynd af Þormóði Egilssyni, hinum eitilharða varnamanni Vesturbæjarstórveldisins. Líkurnar á því að Þormóður yrði í pakkanum voru mjög litlar - líklega u.þ.b. 1 á móti 200 - en ég lét slag standa, vatt mér inn í Boltamanninn á Laugaveginum og fjárfesti í einum pakka. Ég rölti út, reif pakkann upp og hver skyldi hafa verið á FYRSTU myndinni - tígullegur og eggjandi - annar en sjálfur Þormóður Egilsson. Í minningunni byrjaði sólin að skína þegar ég uppgötvaði hver var á myndinni. Það er líklega kjaftæði, en minningin er kristaltær og hlý.
Núna rétt áðan skein ljósið á mig og Kalla. Við vorum á MSN að ræða um NBA og ég spurði hann hvort Sýn ætlaði ekki örugglega að sýna fyrsta leikinn í undarúrslitarimmu Vesturstrandarinnar milli L.A. Lakers og San Antonio Spurs á sunnudaginn nk. Kalli tjáði mér að svo væri ekki - við rifumst og skömmuðumst í dágóða stund þar til Kalla datt það snjallræði í hug að hringja einfaldlega í Sýn og spyrjast fyrir um þessi mál. Satt að segja bjuggumst við ekki við miklum árangri af þessu símtali, en ofurhuginn Kalli lét vaða. Hér eru samræður okkar á MSN stuttu síðar (ég er Wesley og hann er Kobe):
Kobe says:
GETTU HVAÐ MAÐUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Kobe says:
THEY´RE SHOWING THE MOTHERFUCKA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Kobe says:Ég hringdi í þjónustuverið
Kobe says:
Talaði þar við einhvern gaur...
Kobe says:
Hann fór yfir dagskránna.. og sagði: Því miður, næsti NBA leikur verður ekki sýndur fyrr en 7 maí...
Wesley says:
já.....
Kobe says:
Andskotinn sagði ég. Þið eruð búnir að sýna frá regular season nánast alla sunnudaga í vetur... Svo hættið þið þegar Playoffs eru í fullum gangi!
Wesley says:
já.......
Kobe says:
Hann skildi ekker tí þessu. Svo barst honum póstur meðan við vorum að tala saman. Hann var titlaður : Breytingar...
Wesley says:
NEI!!!!!!
Kobe says:
Fáránlegt maður!!!!!!!!
Kobe says:
Heyrðu, þar stóð: Landsbankadeildin bla bla bla... keilumót bla bla bla... og...........
Kobe says:
NBA körfuboltinn, SAS - LAL kl 19 25 sunnudaginn 2 maí
Kobe says:ég tók eitt gott öskur í símann!!!!
Wesley says:
MAGNIFICENTO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!1
Kobe says:
gaurinn hélt að ég væri vangefinn
Wesley says:
Karl - þú ownar!
Já. Stundum skín ljósið á boruna á manni - það er deginum ljósara.
föstudagur, apríl 30, 2004
fimmtudagur, apríl 29, 2004
Halló krakkar!!! Nú er ég að læra að það gengur ekki endaþarm. Í raun og veru hef ég eytt síðastliðnum 7 klst. í að velta fyrir mér svarinu við áleitinni spurningu. Þessi spurning víkur ekki úr huga mér og ég verð ei rólegur fyrr en svarið við henni er fundið. En erfið er hún, því get ég lofað ykkur. Spurningin sú sem sífellt leitar á mig er þessi:
What´s the frequency, Kenneth??????
What´s the frequency, Kenneth??????
miðvikudagur, apríl 28, 2004
Bjarna Fel listinn skreið yfir 500 undirskriftir í gær. Það er kúl en gæti verið betra. Ekki hika við að breiða út boðskapinn lömbin mín og börnin mín.
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Dönum gengur gegn Skotum í vináttulandsleiknum í kvöld - sérstaklega þar sem Thomas Gravesen, einn af þeirra betri mönnum, er meiddur. Gravesen verður einmitt í leikbanni í fyrsta leiknum á EM gegn Ítalíu þann 14. júní nk., og Baunarnir hreinlega verða að finna einhverja lausn á því. Hrikalegt að missa Gravesen í þessum skuggalega erfiða og gríðarlega mikilvæga leik á móti Grísboltunum. Ég sem var farinn að hlakka til að sjá hann lumbra á þessum slepjulegu mömmustrákum. Jæja, hann lumbrar þá bara á albinóa-Svínunum í staðinn. Úbbs! - albinóa-Svíunum átti þetta víst að vera.
Which Bob Dylan song are you? The Times They Are A-Changin' |
Click Here to Take This Quiz Brought to you by YouThink.com quizzes and personality tests. |
þriðjudagur, apríl 27, 2004
Var að lesa í dag að Johnny Rotten myndi helst kjósa Justin Timberlake til að leika sjálfan sig í væntanlegri kvikmynd um feril Sex Pistols. Justin ku hafa samþykkt það með því skilyrði að Rotten léti sig alfarið í friði á tökustað. Ef ég væri Justin myndi ég frekar setja það sem skilyrði að rassgatið á mér léti mig í friði á tökustað. Það getur nefnilega verið erfitt að vera Justin Timberlake þegar rassgatið á manni lætur mann ekki í friði á tökustað. Það þekki ég af biturri reynslu.
Málinu reddað! Ég hreinlega varð að finna annað lag til að fá á heilann og er ekki frá því að það hafi tekist. Til að ná þessu markmiði var eina ráðið að fara back to the basics - og þetta hefur alla tíð reynst mér vel í svona aðstöðu:
One for the money, two for the bitches
Three to get ready, and four to hit the switches
In my Chevy, six-fo' Rad to be exact
With bitches on my side, and bitches on my back
(Ain't No Fun (If the Homies Can't Have None) - Snoop Dogg)
One for the money, two for the bitches
Three to get ready, and four to hit the switches
In my Chevy, six-fo' Rad to be exact
With bitches on my side, and bitches on my back
(Ain't No Fun (If the Homies Can't Have None) - Snoop Dogg)
Af katrin.is:
haha mér fannst bara svo fyndið af kjartani (einhver gaur) að biðja mig um þetta að ég verð eilega að setja þetta inn.. alla vega þá er þetta undirskriftalisti til að fá bjarna fel til að lýsa em (fótboltadæmi) í sumar.. þannig allir sem vilja fá hann eiga að skrá sig.. það veit guð að ég ætla ekki að horfa á neinn leik.. það er bara eitt leiðinlegra en fótbolti og það mun vera handbolti.. og áður en einhver kemur með einhver móral þá finnst mér leiðinlegt að horfa á badminton í sjónvarpi
Jæja - núna veit hún allavega hvað ég heiti.
haha mér fannst bara svo fyndið af kjartani (einhver gaur) að biðja mig um þetta að ég verð eilega að setja þetta inn.. alla vega þá er þetta undirskriftalisti til að fá bjarna fel til að lýsa em (fótboltadæmi) í sumar.. þannig allir sem vilja fá hann eiga að skrá sig.. það veit guð að ég ætla ekki að horfa á neinn leik.. það er bara eitt leiðinlegra en fótbolti og það mun vera handbolti.. og áður en einhver kemur með einhver móral þá finnst mér leiðinlegt að horfa á badminton í sjónvarpi
Jæja - núna veit hún allavega hvað ég heiti.