Ef ég skyldi þurfa að standa í einhverskonar fasteignaviðskiptum á næstunni þá veit ég sko í hvern ég hringi.
miðvikudagur, júní 20, 2007
mánudagur, júní 18, 2007
...en ég er nú samt ekki svo latur að ég geti ekki séð af örfáum mínútum til að tuða aðeins yfir þessu andsk helv djö reykingabanni sem hangir yfir höfði mér eins og Michelin-kalls loftbelgur. Þetta leiðindabann skellur á þ. 1. júlí hér í Tjallistan og mér er skapi næst að gera ekki nokkurn skapaðan hlut annan næstu 12 daga en að þræða knæpur og kaffihús Liverpoolborgar, keðjureykja og vera með almennan dónaskap og leiðindi. Þannig tekst mér mögulega að gera viðskilnaðinn bærilegri, bæði fyrir mig og starfsfólk staðanna, því það veit sá sem allt veit (ég) að ég mun ekki stíga fæti inn á 99% þessara staða aftur. Planið mitt felur í sér að ég mun velja mér einn pöbb af kostgæfni til að sækja í neyðartilfellum (m.ö.o. Liverpool leikjum). Að öðru leyti er áralöngu ástarsambandi mínu við pöbba og kaffihús næstum lokið. Ég væri mellonkollí með kökk í hálsinum ef ég væri ekki svona bálreiður yfir þessu. Gerir þetta lið sér ekki grein fyrir þeirri sáraeinföldu staðreynd að það er TÖFF að reykja?