fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Bubbi Byggir Robot

Eins og adur sagdi er margt funky i kyrhausnum. Megas er ekki allur thar sem hann er sedur, frekar en korfuboltamadurinn her ad nedan. Er ekki kominn timi a biomynd i fullri lengd med honum og Bubba i adalhlutverkum?

miðvikudagur, febrúar 07, 2007


Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Ég var að lesa umfjöllun á heimasíðu ESPN um John Amaechi, fyrrverandi NBA leikmann, sem er að koma út úr skápnum um þessar mundir. Amaechi er fyrsti fyrrverandi NBA leikmaðurinn sem kemur opinberlega út úr skápnum og þykja þetta því nokkuð stórar fréttir vestanhafs. Allt í fína með það. En svo fór ég að skoða kommentin sem fólk getur skrifað á síðuna í tengslum við greinina og komst þá að því að orðið "gay" er ritskoðað af ESPN síðunni og breytt í "####". Hér er dæmi um komment sem einhver skrifaði:

"Racism in sports still rears its ugly head from time to time, so can you imagine the amount of abuse a #### player would be subject to?"

og annað dæmi:

"Maybe its time for a #### NBA player to come out as a role model for other young ####/lesbian atheletes."

Mér finnst magnað að síða sem slær þessari frétt upp á forsíðu (og í kjölfarið fylgdi grein sem hvatti ekki bara fyrrverandi heldur líka núverandi samkynhneigða NBA leikmenn til að drífa sig út úr skápnum hið snarasta) ritskoði síðan orðið "gay" í kommentakerfinu sínu. Einnig vekur athygli að orðið "lesbian" er ekki ritskoðað. Er þetta ekki eitthvað öfugsnúið? (pun intended).