miðvikudagur, janúar 07, 2004
Óvenju góður þáttur af Judging Amy í kvöld; öll helstu vandamál nútímasamfélagsins tækluð á sannfærandi hátt, þrír úbersvalir ungir menn frá Súdan í aukahlutverkum og hörkugott væmið lokaatriði þar sem hið frábæra lag Into the Mystic með Van Morrison var spilað undir. Öldungis æðisgenginn þáttur; hefði hann endað á því að þessi hundleiðinlega félagsráðgjafaamma hefði hengt sig hefði hann verið fullkominn.