Hrikalega er maður eitthvað soðinn og steiktur og freðinn. Var að fatta rétt í þessu að Sugababes eru leiðinni til landsins í apríl meðan allir aðrir vissu af þessu fyrir helgi. Takk fyrir að láta mig vita fíflin ykkar. Allavega, þetta eru bestu fréttir sem ég hef fengið í áratugi - Sugababes er líklega eftirlætis starfandi hljómsveitin mín í dag og ég mun svo sannarlega mæta í Höllina trylltur af stuði, enda varla til betri stuðsveit í heiminum í dag. Ég einfaldlega elska Sugababes.
Í öðrum fréttum: Ég braut búrið þeirra Valdimars og Didda. Ekki lumar einhver á svona lítilli kúlu til að hafa fiska í? Ekki??? Nei ég hélt ekki.