Greg (rass)Kinnear heldur sínu striki í ofsóknum sínum á hendur mér. Það eitt og sér er slæmt, en lengi getur vont versnað. Nú hefur hann fengið Andie McDowell í lið með sér. Greg svífst greinilega einskis því Andie er vafalaust allra leiðinlegasta leikkona sögunnar og hefur alla tíð farið í mínar fínustu taugar. Kannski væri ráð að hætta að horfa á Bíórásina?
þriðjudagur, september 28, 2004
Ég fór í Rúmfatalagerinn áðan til að skoða þvottagrindur. Ætli ég lýsi þeirri reynslu ekki best sem "ofsafenginni skemmtun." Þar stóð ég frammi fyrir því að velja á milli tveggja tegunda af grindum. Önnur heitir "Ego" og hin "Falco". Þetta er erfitt val, en um leið þægilegur höfuðverkur. Ætli Ego verði ekki fyrir valinu - sérstaklega þar sem ég er einmitt á leiðinni á tónleika með Ego á Nasa á föstudagskvöld. Fyrir viku fór ég á Mannakorn í Salnum og vikuna þar áður á Grafík í Austurbæ. Ekki ónýtur árangur og ná þremur af goðsagnakenndustu íslensku sveitunum í sama mánuðinum. Nú bíð ég bara spenntur eftir því að Tennurnar hans afa drífi sig í reunion túr. Hver vill koma með á Ego? Upphitun heima hjá mér ef áhugi er fyrir hendi. Þar mun Bubbi flæða eins og vín. Yndislegt!
Hönnunarslys!!!
hvað er að ske? Þetta er viðbjóðslegt ferlíki maður. Hreint og beint ógeð. Á að drepa mann lifandi hérna?
hvað er að ske? Þetta er viðbjóðslegt ferlíki maður. Hreint og beint ógeð. Á að drepa mann lifandi hérna?