Ég fór í Rúmfatalagerinn áðan til að skoða þvottagrindur. Ætli ég lýsi þeirri reynslu ekki best sem "ofsafenginni skemmtun." Þar stóð ég frammi fyrir því að velja á milli tveggja tegunda af grindum. Önnur heitir "Ego" og hin "Falco". Þetta er erfitt val, en um leið þægilegur höfuðverkur. Ætli Ego verði ekki fyrir valinu - sérstaklega þar sem ég er einmitt á leiðinni á tónleika með Ego á Nasa á föstudagskvöld. Fyrir viku fór ég á Mannakorn í Salnum og vikuna þar áður á Grafík í Austurbæ. Ekki ónýtur árangur og ná þremur af goðsagnakenndustu íslensku sveitunum í sama mánuðinum. Nú bíð ég bara spenntur eftir því að Tennurnar hans afa drífi sig í reunion túr. Hver vill koma með á Ego? Upphitun heima hjá mér ef áhugi er fyrir hendi. Þar mun Bubbi flæða eins og vín. Yndislegt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli