
Ég hef aldrei hlustað neitt af viti á Sigur Rós, hef í mesta lagi heyrt einstaka brot úr lögunum þeirra í útvarpinu og einhverjum bíómyndum og ekki þótt mikið til þess koma. Hef löngum haft á tilfinningunni að tónlistin þeirra sé tilgerðarleg, ofmetin og fyrst og fremst leiðinleg, án þess þó að hafa nokkuð fyrir mér í þeim efnum. En svo horfði ég á tónleikana þeirra á Klambratúni í beinni útsendingu í sjónvarpinu í kvöld og viti menn! Álit mitt á Sigur Rós hefur breyst til mikilla muna. Þeir eru miklu verri en ég hélt.