KJARRPÚNGUR
Mér líður eins og ég sé með 4 kíló af stirðnuðu hori föst í hausnum á mér. Það er ekki gaman. Til að stytta mér og lesendum aldur í skammdeginu hef ég ákveðið að rigga upp dálítilli getraun. Verðlaunin eru ekki af verri endanum; Geisladiskurinn "20 skemmtilegustu lög heims according to Kjarri Gúmm". Hljómdiskur þessi er, eins og nafnið gefur til (rass)kynna, troðfullur af góðum skít og mun væntanlega veita eiganda sínum ómælda kátínu langa lengi. Getraunin er e-ð á þessa leið:
Þegar ég var í Kvennaskólanum í Reykjavík sælla minninga átti ég það til að stíga á stokk og syngja lög í hinum ýmsu söngva- og hæfileikakeppnum. Af þessum 10 lögum hér fyrir neðan - hver 5 þeirra tók ég á einhverjum tímapunkti frammi fyrir misstórum áhorfendafjöldum?
1. Song 2 m. Blur
2. Yellow Submarine m. Bítlunum
3. Stríð og Friður m. Magnúsi og Jóhanni
4. Bömpaðu Beibí m. Fjallkonunni
5. Prumpufólkið m. Dr. Gunna
6. Herra Rokk og Fýlustrákurinn m. Dr. Gunna
7. A View to a Kill m. Duran Duran
8. Fast Car m. Tracy Chapman
9. Bless m. Sverri Stormsker
10. Hversvegna varstu ekki Kyrr? m. Pálma Gunnarssyni
Svör sendist í Klæng Sniðuga - fyrstur sendir, fyrstur fær.
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Kim Larsen er guð, goðsögn í lifanda lífi. Fjandinn hafi það ef maður fer ekki bara á einn konsert með honum í viðbót í allra nánustu framtíð. Alltaf er líka jafn gaman að koma til kóngsins Köben. Drykkjan fór að vísu lauflétt fram úr hófi í þessari stuttu ferð, en what the fuck....maður er ekki um hverja helgi í útlöndum. Ég er a.m.k. assgoti slappur og ekki frá því að ég hafi hreinlega veikst. Kemur í ljós. Missti af Survivor í gær og ætla að horfa á hann endursýndan á eftir. Ég er enn að bræða það með mér hvaða keppanda ég ætla að styðja til sigurs. Það er vissulega freistandi að halda með allsbera hommanum Richard. Hinn vitgranni Rob Mariano frá Boston er einnig vænlegur kostur og ekki síður hin gullfallegi háskólanemi Jenna. Held samt einhvern veginn að fitukeppurinn Rubert taki þetta því allir virðast vera svo vinveittir honum. Maður veit samt aldrei - það er enginn öruggur í Survivor. Lukkan getur snúist gegn þér á augnabliki. Það er þetta sem gerir þennan þátt að þeirri unaðslegu skemmtun sem hann er - hann er flókinn. Afar flókinn - sem virðist undarlegt þegar tekið er mið af því að umsjónarmaðurinn og flestir keppendurnir virðast ófærir um að stafa nafnið sitt og telja upp að fimm.