þriðjudagur, mars 06, 2007


Hrafnhildur er nýbyrjuð að tjá sig um sín hugðarefni. Okkur telst til að fyrsta orðið hennar hafi verið "bebe" sem þýðir í raun "BB". Ég vissi hreinlega ekki að dóttir mín væri svona mikill blúsáhugamaður, var hálfpartinn að vona að fyrstu orðin yrðu "Bjartmar", "Morrissey", "Ice-T" eða eitthvað í þá áttina, en nei! BB skal það vera og er það hið fínasta mál. Ég skýt á að næsta orð verði annaðhvort "Muddy" eða "Pinetop".

sunnudagur, mars 04, 2007




Síðan ég fékk kosningarétt hef ég alltaf nýtt atkvæðisrétt minn. Aldrei skilað auðu, alltaf merkt við skásta kostinn hverju sinni. Nema eitthvað stórvægilegt gerist á næstu þremur mánuðum mun sú ekki verða raunin í vor. Það eina sem ég þarf að gera upp hug minn um er hvort ég eigi að hrækja eða skeina mér á atkvæðisseðlinum.