
Hrafnhildur er nýbyrjuð að tjá sig um sín hugðarefni. Okkur telst til að fyrsta orðið hennar hafi verið "bebe" sem þýðir í raun "BB". Ég vissi hreinlega ekki að dóttir mín væri svona mikill blúsáhugamaður, var hálfpartinn að vona að fyrstu orðin yrðu "Bjartmar", "Morrissey", "Ice-T" eða eitthvað í þá áttina, en nei! BB skal það vera og er það hið fínasta mál. Ég skýt á að næsta orð verði annaðhvort "Muddy" eða "Pinetop".