fimmtudagur, apríl 15, 2004
Mikið var það ánægjulegt að heyra í Bjarna Fel í þýsku Mörkunum á mánudaginn. Ég hef það frá fyrstu hendi að hann sé nú reyndar hættur að vinna, enda orðið löggilt gamalmenni, en stökkvi öðru hvoru inn í "sérverkefni". Er þá ekki málið að stofna undirskriftalista til að fá hann til að lýsa leikjum á Evrópumótinu í sumar? Það er náttúrulega þjóðþrifamál að fá þessa goðsögn til að leysa Smúla, Adolf Hitler Erlingsson, Geir og co. af, þó ekki væri nema í nokkrum leikjum. Ef einhver kann að búa til svona undirskriftalista eins og er alls staðar á netinu núna út af þessu útlendingadæmi þá má sá hinn sami endilega hafa samband við mig. Þetta er vel gerlegt. Ég veit að við hugsum á sama hátt.
miðvikudagur, apríl 14, 2004
Ég gerðist djarfur um páskana og leigði mér vídeótæki. Sá þrjár myndir sem mig hefur lengi langað að sjá - Lilja 4-ever, Dirty Work og Biggie & Tupac. Allt eru þetta fínar myndir. Sérstaklega var ég nú hrifinn af Lilja 4-ever. Hreint út sagt viðbjóðslega góð mynd og þessi Lukas Moodysson virðist kunna sitthvað fyrir sér þrátt fyrir að koma frá Svínþjóð: Fucking Åmål og Tillsammans voru báðar mergjaðar og þessar þrjár myndir gerði hann á 6 ára tímabili. Snillingur. Dirty Work stóð undir væntingum og vel það - tvímælalaust með fyndnari myndum sem ég hef séð. Biggie & Tupac var líka mjög skemmtileg og áhugaverð, en mér leiðist alveg svaðalega þessi tilgerðarlegi tjalli sem gerði myndina. Nick heitir hann víst helvítið á honum og var jafnvel leiðinlegri í þessari mynd en í myndinni sem hann gerði um Kurt Cobain. Það er mér líka hulin ráðgáta hvernig hann meikaði að halda sér sæmilega rólegum meðan hann var að taka viðtalið við Suge Knight í fangelsinu. Myndatökumaðurinn var greinilega svo skíthræddur að hann titraði og skalf og mér gekk hálf illa að sofna eftir að hafa horft á þetta. Suge er skerí gaur og ég myndi ekki vilja hitta hann í dimmu húsasundi. Mætti ég þá heldur biðja um Hörð Torfa. Annars er ekki rass í bala að gerast og það er líklega þess vegna sem ég er að skrifa um einhverjar eldjökulgamlar myndir á vídeó. Jú annars!!! Tónleikar í kvöld á Grand Rokk þar sem m.a. Ríkið og Tony Blair troða upp. Mér skilst að það megi fastlega gera ráð fyrir miklu og góðu stuði. Það er næsta víst.