fimmtudagur, janúar 29, 2004

jæja komið í lag
ÞÐÆÖ
Hei hvad er ad ske med islensku stafina? Fokking blogger rusl.
allmusic.com er drullugóð síða. Kalli benti mér á umfjöllunina um "Chronic" með höfuðsnillingnum og Liverpool aðdáandanum Dr. Dre og er þar um afar fróðlega og skemmtilega lesningu að ræða. Grípum niður í reviewið hans Steve Huey:

"...none of The Chronic's legions of imitators were as rich in personality, and that's due in large part to Dre's monumental discovery, Snoop Doggy Dogg. Snoop livens up every track he touches, sometimes just by joining in the chorus ? and if The Chronic has a flaw, it's that his relative absence from the second half slows the momentum"

Sammála. Dre á þakkir skyldar fyrir að koma Snoop á kortið en hefði mátt nýta hann enn betur á þessari plötu því ég fullyrði að enginn hefur nokkurntíma verið jafn góður og Snoop á þessum fyrstu árum, ca. ´92 - ´94.

"...Snoop borrows his often-used entrance line ("bow-wow-wow-yippy-yo-yippy-yay") from George Clinton's funk smash "Atomic Dog," and ? though obviously not on the radio/ MTV edit ? debuted his signature profanity (as silly as that might sound), changing the pronunciation of the word "bitch" to something more like "be-otch." Delivered with Snoop's unconcerned, even callous cool, "be-otch" actually became a sort of national catchphrase, and was still irrevocably associated with hardcore hip-hop attitude nearly a decade later"

True dat - en "be-otch" er nú ekki alveg rétta stafsetningin held ég. Ég hef alltaf stafsett þetta "beeyatch", finnst það ná hljómnum ágætlega, þó að í teiknimyndasögunni á umslaginu á Doggystyle standi "bee-itch". Hversu oft hefur þessi "bow-wow-wow-yippy-yo-yippy-yay" lína ekki verið notuð síðan? ætli Lil Bow Wow viti hver George Clinton er?

"...Take the "eat a big fat dick" chant toward the end of the song (Fuck Wit Dre Day (And Everybody's Celebratin')), in which all three of the rappers are dissed in turn: the way Snoop pauses after "fat" the last two times, even though it's a small variation, produces one of the most memorable lines in the song"

Mikið er gaman að sjá hversu ítarlega þessi gæi hefur stúderað plötuna og sérhvert lag. Svona lagað þykir mér gaman að lesa og vildi óska þess að það væri meira af þessu. Annars er allt, allt of langt síðan ég hef hlustað á Chronic og mun svo sannarlega bæta úr því í kvöld. Ég beini því til lesenda að gera slíkt hið sama.
Nýjustu skúbb segja mér að Stöð 3 fari brátt að líða undir lok en Davidi Lettermani verið sjippað yfir á Stöð 2. Ef þetta gengur eftir þá verða allir varnargarðar brostnir: þá fæ ég mér Stöð 2 og ekkert kjaftæði með það.
Helvíti líst mér illa á þetta Survivor All-Star dæmi allt saman. Minnistæðustu þátttakendurnir úr öllum keppnunum samkomnir til að keppa sín á milli um the ultimate survivor titil. Af hverju þurfa kanar alltaf að heimskast til að eyðileggja allt með svona heimsku? Nú vita framleiðendurnir hvaða ákveðnu persónueinkenni ganga vel í áhorfendur og skipa eflaust þátttakendunum að ýkja þessi einkenni sín út í ystu æsar. Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra og eftir að hafa séð treilerinn úr þessu lýst mér bara hreint ekki á blikuna. Mér sýnist þetta einfaldlega vera of mikið af öllu; Jerri er alvega ofsalega vond og algjör tæfa, Rupert (sem mér fannst alla tíð þrautleiðinlegur fituhlunkur öfugt við flesta aðra sem ég talaði við sem dýrkuðu hann) er alveg ofsalega góður og feitur og hlær voðalega mikið og dátt, Colby er alveg svakalegur hönk og kynþokkinn drýpur af honum.......o.s.frv. Þetta verður ömurlegt......en ég horfi.
Guðfaðirinn

Sjitt!!!! Meinilla farinn og búinn að vera, maður! Don Brown er í rugli.

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Kjarri mælir með:


Tónlist:

Tip-toe Through the Tulips m. Tiny Tim

Kvikmyndir:

21 Grams

Bækur:

Íslensk Knattspyrna 1999 e. Víði Sigurðsson

Matur:

Daloon Vorrúllur m. miklu af hrásalati (verður að vera Stjörnusalat - Salathúsið er viðurstyggð) og kryddi.

Drykkur:

Garpur

Sjónvarp:

Á fertugu - á RÚV á mánudagskvöldum
Jæja ég er kominn með kommentakerfi þannig að mér sýnist Gestur Einar vera orðinn óþarfur - hefur raunar verið arfaslappur í langan tíma og á hvíldina skilið. Ég ætla samt að leyfa honum að hanga þarna áfram í virðingarskyni. Um að gera að kommenta í Klæng Sniðuga um allt sem ykkur liggur á hjarta. Ég þarf þá líklega að fara að verða duglegri að blogga, ekki satt?
Halló