fimmtudagur, maí 17, 2007

Jæja, 6 dagar í leikinn stóra og ég er strax orðinn hálf ómögulegur og tæpur á taugum. Mátulega bjartsýnn eina stundina en niðurdreginn og handviss um niðurlægjandi ósigur minna manna þá næstu. Eitt allra besta ráðið til að ýta svona hugarórum til hliðar um stund er að drífa sig í ASDA súpermarkað, og ekki er verra ef stafræn myndavél er með í för. Þar eru til sölu skemmtilegir hlutir eins og:



og



Því miður var uppáhaldið mitt, spotted dick, ekki til í þetta skiptið.

sunnudagur, maí 13, 2007

Þjóðin kaus Sjálfstæðisflokkinn...

...sem mér finnst mjög skrýtið. Þessir tveir voru báðir í framboði...




...og hvorugur þeirra er í Sjálfstæðisflokknum. Hvernig fær þetta staðist?