miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Ég er með ræpu. Mig grunar að annaðhvort mjólkin eða sjálft kaffið sem ég drakk í morgun hafi verið myglað. Nú eða McVities kexkökurnar. Satans vitleysa að rífa sig upp fyrir allar aldir til þess eins að vera drullandi og syfjaður eftir hálftíma. Það er líka síberíukuldi úti og ég er að falla á tíma með þessa ritgerð. Þetta verður vondur dagur.

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Nokkrir skuggalegir skiptinemar að spjalla saman fyrir utan Hlöðuna:

a): "Hey Andy - come to my house tonight, ha? We are going to watch a movie, an english movie, very good."

b): "What movie?"

a): "Very good - with Eric Roberts!"

Gott að vita að skiptinemarnir okkar elskulegu eru ekki einungis smekkmenn miklir heldur hafa nóg við að una í prófunum.
Smá viðbót við jólagjafalistann:

Rottweiler DVD
Limbó + Tvíhöfði DVD
70 mínútur DVD
Breaking news! Ölvir Gíslason er illa haldinn af fitu - má ekki borða lengur og fær næringu sína (safann úr soðnum SS pulsum) í æð meðan hann liggur og horfir á Tomma og Jenna eins og sjá má hér. Ég hef áhyggjur af þessu, ég verð að segja það...

mánudagur, nóvember 24, 2003

Stuðmenn á Hlíðarenda.
Pabbi gaf mér Sódómu Reykjavík á DVD áðan. Nú á ég 2 DVD myndir - hana og Með Allt á Hreinu. Ætli Nýtt Líf fari ekki að koma út á DVD? Hver veit? Að minnsta kosti ekki hann.
Seinna Lúkkið eða Svalasta Sjöan? Þetta er no-win situation. Best að smella sér á báðar.