fimmtudagur, júní 22, 2006
þriðjudagur, júní 20, 2006
David Beckham víkur um stund úr efsta sæti haturslistans mins, þar sem hann hefur einn og óstuddur ráðið ríkjum í ca. 10 ár. David má alveg hjálpa Englendingum aðeins á HM þar sem allt lítur út fyrir að mínir menn Tékkar detti út snemma með ræpu í brók. Þeir sem hirða efsta sætið á listanum af Beckham, a.m.k. næstu 3 vikurnar eða svo, eru skítbuxarnir hjá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson sem ákváðu að breyta Mixinu. Ég hef alla tíð verið mikill Mix aðdáandi en nú er búið að breyta því og setja nýtt Mix á markaðinn með 50% minni sykri. Varla þarf að taka fram að þetta bragðast viðbjóðslega og má líkja þessu við muninn á Egils appelsínudjúsþykkni og sykurlausu Egils appelsínudjúsþykkni - annað afbragð, hitt ógeð. Ég skora á fólk að hætta að kaupa Mix. MIX ER NÚLL OG NIX!!!