fimmtudagur, janúar 01, 2004

Fiskarnir mínir tveir eru treggáfaðir og gera ekkert annað en að stara hvor á annan heimskum augum, éta, skíta og ef sérlega vel liggur á þeim þá borða þeir kúkinn úr sjálfum sér og hvor öðrum. La Vita Bella. Hélt þeim smá skírnarveislu áðan og gaf þeim aukaskammt af fiskamat - þeir heita Valdimar Örn og Diddi Fiðla blessaðir drengirnir. Nýr fastur liður:

Kjarri mælir með:

Tónlist:

One More Cup of coffee m. Bob Dylan

Kvikmyndir:

Drugstore Cowboy

Bækur:

Þetta eru asnar Guðjón e. Einar Kárason

Matur:

Pizza m. pepperoni og rjómaosti frá Devito's

Drykkur:

Egils ananas þykkni - sterk blandað

Sjónvarp:

Boston Public - á hverjum virkum degi um kl. 1 eftir miðnætti á Skjá 1

Áramótaskaupið sökkaði svo óþyrmilega illa að manni brá. Mætti ég þá heldur biðja um Hörð Torfa.

þriðjudagur, desember 30, 2003

Jæja, ég tapaði í Popppunkti á tómu svindli eins og allir með viti sáu greinilega. En minn tími mun koma. Ég vil nota tækifærið og óska öllum lesendum innilega til hamingju með nýtt ár og þakka fyrir gegndarlausa þolinmæði í minn garð á árinu sem er að líða. Ég lofa því að ég mun verða ofurbloggari á nýju ári, enda loksins kominn með mína eigin tölvu og þarf ekki að treysta á guð, lukkuna eða opnunartíma Melaklepps lengur. Eins og mér er illa við jólin hefur mér alltaf verið heldur hlýtt til gamlárskvölds. Rakettur. Raggeitur. Áfengiseitrun. Stuðið flæðir yfir skerið. Lifið í lukku en ekki í krukku.

Kveðja,

Matthías Jochumson

sunnudagur, desember 28, 2003