þriðjudagur, maí 11, 2004
Valdimar Örn og Diddi Fiðla, gullfiskarnir mínir, eru hundleiðinlegir og gera aldrei neitt sniðugt og skemmtilegt. Ég er orðinn dauðleiður á því að skipta um vatn hjá þeim og gefa þeim að borða. Ef einhvern langar að eiga þessar tvær bráðfallegu en dauðyflislegu skepnur er það meira en guðvelkomið. Annars fara þeir á betri stað (klósettið) eða hitt, að ákveðinn köttur á Óðinsgötu fái afmælisgjafirnar sínar með fyrra fallinu þetta árið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli