Hvað er meira viðeigandi á sunnudagskveldi en að horfa á Lakers troða San Antonio upp í rassgatið á sjálfum sér? Ekki margt.
Fór á Þingvelli í dag og fékk mér kaffi á Café Þingi. Það er svalur staður og ekki skemmdi fyrir að úti í sólinni hafði plantað sér skemmtaraleikari sem spilaði skemmtileg lög á skemmtarann sinn, lög eins og Ég veit þú kemur í kvöld til mín, Ó þú, Bíddu pabbi og Tunglið tunglið taktu mig. Sól, kaffi og skemmtilegur skemmtaraleikari. Ég bið ekki um mikið meira. Ég gæti alveg hugsað mér að vinna við þetta - að vera skemmtaraleikari. Þetta er örugglega nokkuð næs og nóg að gera ef maður er góður. Já, fjandinn hafi það ef þetta er ekki bara draumadjobbið mitt. Ég ætla að byrja að æfa mig á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli