mánudagur, maí 10, 2004
Sid Vicious hefði orðið 47 ára í dag hefði hann ekki sprautað full miklu magni af fíknilyfjum í handlegginn á sér þegar hann var 21 árs. Hvað ætli hefði orðið um Sid hefði hann lifað? Fyrir mörgum árum las ég einhverja grein í Q þar sem blaðasnápurinn taldi líklegast að hann hefði farið út í sjónvarpsmennsku, nánar tiltekið að Sid væri í dag að stjórna sínum eigin "Falin myndavél" þætti. Það finnst mér góð ágiskun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli