þriðjudagur, júlí 18, 2006


2 Morrissey miðar komnir í hús, og í tilefni þess pantaði ég mér bókina Saint Morrissey á Amazon (koverið á bókinni er einkar athyglisvert eins og hér sést). Maður getur auðvitað ekki sleppt því að sjá þennan höfuðsnilling þegar hann loksins lætur sjá sig hérna, en þetta verður þá í þriðja skipti sem ég sé gamla grána á tónleikum. Hmmm, ætti ég að myndast við að gera topp 5 lista yfir uppáhalds Smiths lögin mín? Jú....hví ekki? Fjandinn hafi það - skellum okkur í málið! Er það ekki? Jú:

Topp 5 - Uppáhalds Smiths lögin mín:

1. There is a Light That Never Goes Out
2. Frankly Mr. Shankly
3. That Joke isn´t Funny Anymore
4. Paint a Vulgar Picture
5. Girlfriend in a Coma

Úff, þetta var erfitt. En ég reyni þó. Ég hlakka til. Morri er maðurinn.

Engin ummæli: