miðvikudagur, október 13, 2004

Henke

"Íslendingar eru sterkir og duglegir og eiga þar að auki mjög góða og einkar hávaðasama áhorfendur sem standa vel við bakið á þeim og mynda rosalega stemmningu."

Been doing a little boozing have you Henrik! Huh! Suckin back on grandpas old cough medicine?!!!

Annars er ég að fara á völlinn á eftir ásamt Himma. Hann heldur með Svínum, afsakið, Svíum í leiknum. Ég held hinsvegar með Íslandi. Af hverju? Nú, ég er Íslendingur! Og það skiptir ekki máli hversu hrottalega illþyrmilega íslenska landslið mun nokkurntíma sökka (ekki að það geti sökkað mikið verr en um þessar mundir) - ég mun alltaf styðja þá. Gegn Svínum, þ.e.a.s. Það er auðvitað borin von að þessir þjálfararæflar muni nokkurtíma velja rétta menn í liðið - og hvað þá í byrjunarliðið - en Veigar Páll gæti kannski gert einhverjar skráveifur á þessum fjórum mínútum sem hann er vanur að spila í hverjum leik. Að setja þennan mann ekki í byrjunarliðið er einfaldlega óskiljanleg ákvörðun. Ég er samt Bjartur í Sumarhúsum og spái markalausu jafntefli. Nema auðvitað að Veigar Páll byrji inni á. Þá vinnum við 3 - 0.

Skellti mér á Bubbamyndina um daginn. Hún er skemmtileg en alls ekki vönduð. Hún reynir líka að vera fyndin en er það alls ekki, a.m.k. ekki þegar hún reynir að vera það. Samt skylduáhorf.

Dodgeball er hinsvegar ekki skylduáhorf. Hún nálgast það m.a.s. að vera skylduóhorf. Nær því þó ekki alveg.

Kveðja,

Kjartan Frímann Guðmundsson

Engin ummæli: