miðvikudagur, október 13, 2004

Kim

Jæja, það lítur út fyrir að jólin geti jafnvel orðið þolanleg í ár. Sjálfur meistari meistaranna, Kim Larsen, ætlar að gefa út jólaplötu, og það á sjálfan afmælisdaginn minn þ. 8. nóvember. Guð blessi Kim. Þessi plata, sem ber hið frumlega nafn "Jul & Nytår", er langefst á óskalistanum mínum í ár. Hún skal sko fá að hljóma, ó já! Næst á eftir Kim á óskalistanum eru svo plöturnar með Kalla Bjarna og Nylon og svo langar mig í einhvern flottan kaffibolla, ég er nefnilega að safna þeim. Ég er hættur að biðja um Snoop Dogg dúkkuna því það virðist ekki skipta máli hversu oft ég set hana á listann - ég fæ hana aldrei.

Engin ummæli: