Christmas - Yule love it!
Hljómsveitin sem ég og Ölvir vorum í fyrir ca. 15-16 árum síðan, Tálknbogarnir, var eitt sinn með jólalag á tónleikadagskránni sinni. Við nenntum að vísu ekki að semja nýtt jólalag heldur tókum kaflann sem Roy Orbinson söng í laginu Handle With Care með fretasveitinni ógurlegu Traveling Wilburys (I´m so tired of being lonely...o.s.frv.), sem okkur þótti voðalega jólalegur, og sömdum við hann nýjan texta. Sá texti var eitthvað á þessa leið:
Árni er svo einmana
hann á enga vini
Nú dreymir hann um jól með Lárusi
Dýrt kveðið.
Annað kvöld erum við stungin af í sveitasæluna í borginni við Fischersundið yfir jól og áramót. Óska ég því lesendum mínum gleðilegra jóla og blablabla og þakka blablabla. Vonandi blablabla og blablabla.
Góðar stundir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli