Stranglers in the Night
- Stranglers voru fínir. Kom mér reyndar á óvart að Billy Idol væri farinn að syngja með þeim en það kom ekki að sök, a.m.k. ekki í fyrstu 5 eða 6 lögunum því þá heyrðist ekki múkk í blessuðum manninum. Þeir tóku samt ekki Nice´n´Sleazy. Það var slæmt.
- Pubquiz var lagt á föstudagskvöldið, að þessu sinni með Ölla mér við hlið. Kassanum voru gerð góð skil.
- Horfði á Jaws í fyrsta skipti í gærkvöldi. Bölvað vesen á þessum ókindum alltaf hreint.
- Í kvöld ætla ég svo að hafa fretpasta í kvöldmatinn. Ég hlakka til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli