iPod-inn minn er algjört æði. Lára gaf mér þennan gæðagrip í jólagjöf og ég get vart lýst því hversu mikla gleði hann hefur veitt mér síðan. Hlutir sem áður fyrr voru böggandi, eins og t.d. að labba, eru leikur einn með eitt stykki iPod í vasanum. Skemmtilegast þykir mér að stilla á "Shuffle songs" og leyfa spilaranum að velja lögin sjálfur. Mér er alveg sama þótt annað hvert lag sem hann velur sé með Ice-T, ég fyrirgef honum það því mér þykir bara svo vænt um hann. Svo er Ice-T líka kyngimagnaður karakter. Eini ókosturinn sem ég sé við iPod-inn minn eru heyrnatólin - þau detta sífellt úr eyrunum á mér. Ölvir vill meina að þar sé um að kenna óhóflegri eyrnastærð minni en ég gef lítið fyrir slíka speki frá akfeitum einstaklingi. Núna er ég með með 527 lög inni á spilaranum en hann ræður víst við ca. 9000 lög þannig að ég ætti að geta bætt við örfáum smellum með Carly Simon og Maus. Það virðist nefnilega vera að lög sem mér hefur hingað til þótt ekkert spes öðlist nýtt líf þegar þau hljóma úr iPod-num. Þess ber glögglega merki á listanum sem fer hér á eftir. Aldrei hefur hommatungumálið franska hljómað jafn unaðslega í mín eyru. iPod - Byggir Brýr!
Eftirlætis iPod-lögin mín þessa vikuna eru:
1. MC Solaar - Paradisiaque
2. Happy Mondays - Hallelujah
3. Ol´ Dirty Bastard - Shimmy Shimmy Ya
4. Patsy Cline - Back in Baby´s Arms
5. Rockwell feat. Michael Jackson - Somebody´s Watching Me
Já og svo vantar mig fleiri lög inn á iPod-inn. Hver á og tímir að gefa mér? T.d. dreymir mig um Do You Believe in Love með Huey Lewis. Anyone?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli