Back to the egg
Það gengur ekki alveg nógu vel að byrja að blogga aftur. Þó get ég sagt ykkur hundtryggum lesendum mínum þær fréttir að um daginn keypti ég egg í 10-11 í Austurstræti. Í pakkanum áttu að vera 6 egg en þegar ég opnaði pakkann heima hjá mér, sólginn í maltbrauð með eggjum, tómat og majónesi, kom í ljós að pakkinn innihélt einungis 4 egg. "hvur fjandinn", hugsaði ég með sjálfum mér, "það vantar tvö egg, maður". Afréð þó að gera ekki vesen út af þessu. Vona bara að hjólhýsaliðið sem stal þessum tveimur eggjum úr pakkanum hafi gert eitthvað þarft við þau, t.d. hent þeim í Alþingishúsið eða fengið sér eggjapúns.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli