Bubbli
Var að horfa út um stofugluggann heima hjá mér um daginn og varð starsýnt á þrekinn og sköllóttann mann sem var að skúra gólf í einum glugganum í húsi skammt frá. Með góðum vilja gat ég ímyndað mér að þetta væri Bubbi að skúra gólfið. Ég heillaðist gjörsamlega og gat ekki slitið augun af honum í nokkrar mínútur. Eitthvað undarlega dáleiðandi við þessa sjón - Bubbi að skúra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli