Hæ Litli!
Ég er að leggja drög að því að hefja blogg á ný. Skólinn byrjaður og hægt að hugsa sér margt verra en að nýta sér bloggið til að stytta sér aldur svona um háskaðræðistímann, sérstaklega þegar Lára fær boðsmiða á sérstaka kvennasýningu á nýju myndinni með Cameron Diaz! Ætli þessir bjálfar haldi sérstaka karlasýningu á næstu mynd með Brad Pitt eða Jude Law?
Annars er allt í lukkunnar velstandi nema veðrið - ég get ómögulega lagt blessun mína yfir það. Margt hefur breyst síðan ég bloggaði síðast af alvöru - ég er auðvitað orðinn harðgiftur maður og sést það svo um munar á mallanum á mér. Make no mistake about it - ráðsettur heimilisfaðir með velmegunarbumbu hér á ferð. Þó var maturinn í Portúgal ekkert til að hrópa þrefalt húrra fyrir. Það var helst að túnfisksamlokan á sundlaugarbarnum vekti aðdáun okkar hjónanna þar í landi, en þeim mun hrifnari varð ég af breskri matargerð á þessari viku sem við eyddum í Lundúnum. Fyllti enda 3 plastpoka af allskyns dóti í Sainsbury´s áður en haldið var heim á leið. Hvað gengur mönnum til sem vilja meina að Englendingar kunni ekki að elda? Reginmisskilningur.
Liverpúllararnir keypti ekki Michael Owen til baka þó svo að aumingja drengurinn hefði verið tilbúinn að láta Ölla setjast ofan sig til að komast aftur til Bítlaborgarinnar. Ég er svo gáttaður á þessu máli öllu að ég get hreinlega ekkert sagt. Það eru augljóslega hálfvitar við stjórnvölinn hjá liðinu - og það er sorglegt.
Bæ í bili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli