Klukk
Jæja, ég hef loksins verið klukkaður og var efalítið síðasti maðurinn til að klukkast á Íslandi. Klukk, fyrir þá fjölmörgu sem hafa verið með hausinn uppi í rassgatinu á sér síðustu vikurnar, gengur út á það að sá sem er klukkaður á að skrifa 5 staðreyndir um sjálfan sig á bloggið. Er eftir nokkru að bíða?
Klukklisti Kjarra:
1. Ég fermdist ekki í mínum eigin nærbuxum.
2. Þegar ég var 12 ára fór ég í sundbol í skólasund. Sagan á bakvið það er löng og óþægileg fyrir þá sem á hana hlýða.
3. Fyrir ekki svo löngu dreymdi mig að ég væri kvenkyns. Í þessum draumi var vinur minn að hafa við mig mök.
4. Hingað til hef ég ekki getað talist berdreyminn.
5. Ég á bestu, skemmtilegustu og fallegustu konu í heimi og saman eigum við von á besta, skemmtilegasta og fallegasta barni í heimi - sem er skrýtið þegar litið er til þeirrar staðreyndar að sjálfur er ég hvorki bestur, skemmtilegastur né fallegastur. En ég býst við að hver hundur eigi sinn dag, ekki rétt?
Ég ætla að klukka hann Palla. Palli býr í Danmörku og hefur því ekki enn verið klukkaður svo ég viti til. Klukk, Palli!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli