föstudagur, febrúar 10, 2006


Pabbi

Hádí.

hljómleikamiði á dag kemur skapinu í lag. Ray Davies í gær í boði Láru og Goldie Lookin´ Chain í dag í boði Kalla. En segið mér eitt, kæru lesendur:

Er Einar Bárðarson þroskaheftur???

Einar rukkar 13.900 + 500 kr. miðagjald = 14.400 krónur fyrir dýrustu miðana á Ray Davies! Ókei - Ray er mikill snillingur og ég er mikill aðdáandi hans og allt það, en hann er samt 96 ára gamall fyrrverandi rokkogróler sem er með nýja hljómsveit með sér - það er ekki eins og þetta séu Kinks! Og þó að þetta væru Kinks væri þetta samt bjánalega dýrt! Ódýrustu miðarnir (eins og ég á) kostuðu 7.400 kall! Ég finn rottulykt, dömur mínar og herrar. Þetta er hættuleg þróun. Þessar verðpælingar hans Einars mega bara vera einar mín vegna.

Engin ummæli: