föstudagur, maí 26, 2006


Hinn frábæri söngvari og lagasmiður og sanni frumkvöðull Desmond Dekker er látinn, 64 ára að aldri. Voðalegur fálki er maður að hafa ekki drifið sig að sjá þennan meistara á tónleikum áður en hann dó. Ég heiti hér með að gera allt sem í mínu valdi stendur til að sjá allar mínar helstu hetjur spila áður en þær geyspa golunni, það er bara spurning með forgangsröðina. Hugsa að það gæti verið ráðlegt að hafa Bob Dylan, Kenny Rogers og Holly Johnson framarlega á listanum.

Engin ummæli: