
Jæja, eftir að hafa eytt lööööööngum tíma í símanum við að reyna að ná í gegn í miðasöluna á Anfield tókst mér loksins að bóka miða á Liverpool - Newcastle leikinn þ. 20 sept. Ég pantaði miða í Centenary stúkuna (sjá mynd), hef farið tvisvar áður á Anfield og sat þá í fyrst í Anfield Road stúkunni og svo í Main Stand stúkunni þannig að eftir Newcastle leikinn mun ég einungis eiga eftir að prófa Kop stúkuna margfrægu - en það hlýtur að koma að því fyrr en seinna. Fyrir þá sem ekki vita erum við fjölskyldan að fara að flytja til Liverpool þ. 18 sept og verðum í eitt ár, ég í mastersnámi í Háskólanum í Liverpool og Lára verður í fjarnámi í HÍ. Liverpool er, eins og allir vita, þekkt sem "París Bretlandseyja" og því verður þetta án efa stuð, og jafnvel fjör líka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli