miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Nú virðist allt stefna í það að hollenski framherjinn Dirk Kuyt gangi til liðs við Liverpool. Ef það gengur eftir mun framlína Liverpool líta nokkurn veginn svona út:

Dirk Kuyt


Craig Bellamy


Robbie Fowler


Peter Crouch


Þetta hlýtur barasta að vera einhver ófríðasta framlína í heiminum í dag, jafnvel ljótasta framlína allra tíma. Það segir sína sögu þegar Robbie kallinn Fowler á séns í titilinn "myndarlegasti framherjinn". Ekki það að ég sé að kvarta, þetta er nákvæmlega eins og ég vil hafa það. Getur einhver bent mér á fallegan fótboltamann sem getur eitthvað? Fyrir utan Janus Guðlaugsson auðvitað?

Engin ummæli: