sunnudagur, mars 25, 2007


Það hlaut að koma að því að Hrafnhildur rækist á Lennon á röltinu. Hún var ekki jafn hrifin af honum og Ringo forðum og fór að háskæla þegar hún hitti hann. Enda ekki skrítið, maðurinn búinn að vera steindauður í næstum þrjátíu ár. Ég nötraði sjálfur af draugahræðslu, jafnvel þó styttan sé eiginlega líkari Gerði B. Bjarklind þulu á RÚV heldur en John Lennon.

Engin ummæli: