þriðjudagur, mars 06, 2007


Hrafnhildur er nýbyrjuð að tjá sig um sín hugðarefni. Okkur telst til að fyrsta orðið hennar hafi verið "bebe" sem þýðir í raun "BB". Ég vissi hreinlega ekki að dóttir mín væri svona mikill blúsáhugamaður, var hálfpartinn að vona að fyrstu orðin yrðu "Bjartmar", "Morrissey", "Ice-T" eða eitthvað í þá áttina, en nei! BB skal það vera og er það hið fínasta mál. Ég skýt á að næsta orð verði annaðhvort "Muddy" eða "Pinetop".

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég legg til að fyrsta lagið sem hún syngur hefjist á þessum orðum: When you walk, through a storm... hversu magnað væri það ?

d-unit sagði...

ég vil að hún segi when the pimp´s in da crib drop it like it hot drop like it´s hot..

Smali sagði...

Það hlýtur að liggja beint við að það næsta sem hún segi verði Dóri.