Ég hef ekki bloggað í næstum mánuð, enda er ekkert að frétta nema það að ég er á kafi í ritgerðarsmíðum og almennum skólatengdum leiðindum. Dagurinn í dag var þó óvenju viðburðaríkur. Hér gefur að líta helstu ástæður þess:
1. Þegar ég var á leiðinni út í morgun fattaði ég skyndilega að ég hafði gleymt að setja á mig rakspíra. Ég vatt mér því inn á baðherbergið en nennti ekki að kveikja ljósið, greip rakspíraflöskuna og ætlaði að spreyja á handarbakið, en flaskan sneri öfugt og því gusaðist allt beint í augun á mér.
2. Þegar ég var kominn niður með lyftunni gekk ég fram á veski sem lá á gólfinu í ganginum. Ég stóðst ekki freistinguna að kíkja í veskið til að kanna hvort þar væri eitthvað spennandi að finna. Ég stóðst hinsvegar freistinguna að stela því eina sem var í veskinu, spjaldi af Viagra töflum.
3. Þegar ég svo kom heim rétt í þessu biðu mín þessi skilaboð á msn:
orville would like to send you the file "fartPorn.mpg" (4950 Kb). Transfer time is less than 42 minutes with a 28.8 modem. Do you want to (Ctrl+T) or (Ctrl+D) the invitation?
Hvað hefðuð þið gert?
8 ummæli:
Í fyrsta lagi er fátt glataðra en að nota rakspíra (eins og þú hefur væntanlega lært "the hard way").
Í öðru lagi hefðir þú átt að hirða spjaldið og henda veskinu.
Og að lokum, ef Orville er ekki ókunnugur eða þekktur veirudreifari, þá samþykkir maður að sjálfsögðu fæl með svona æsilegu nafni, sérstaklega þegar maður er aleinn og einmana í útlöndum.
Kjarri Kjarri Kjarri, fyndnir hlutir henda sem betur fer oft fyndið fólk.Þú sem hefðir getað verið hel geðveikur viagra-tjúnaður aríi spúandi rakspíralykt úr augunum..en stóðst freistinguna!Kveðja úr Mosfellsdalnum til Mad-chester frá Catmasternum...
hahahah mikið er ég fegin að heyra frá þér...
þetta er einmitt svona lagað sem hendir mann stundum... magnað..
ég til dæmis kom einu sinni heim með tilbúin mat frá Næstu grösum - missti lyklana af útidyrahurðinni - missti ekki matinn - fékk svo eldhúsinnréttingarhurð í hausinn þegar ég ætlaði að ná mér í glas - missti ekki matinn í gólfið - teygði mig í hnífapör og þá rann maturinn niður en ég reyndi að bjarga þannig að ég klessti hvíta-brottnámsboxið upp við innréttinguna það fast að maturinn splundraðist á innréttinguna og gólfið ... veiiiii
þannig mér var ekki ætlað að éta þetta helviítis hollmeti og hefði betur mátt pantað mér pizzu fool
en já ertu ekki með makkann úti... þá er ekki spurning nema að downloada því þú færð ekki vírus í mac luv
dd
Snérirðu í alvöru við þegar þú fattaðir að þú hefðir gleymt að setja á þig rakspíra? Spes. Mjög spes.
Uss!
Veit ekki hvort er meira sjokkerandi, aðdáun þín á rakspíra eða andúð þín á fartporn.
Er ég virkilega sá eini sem gerir sér grein fyrir því að rakspíri er töff? Og að sjálfsögðu opnaði ég FartPornið, það var stórskemmtilegt að sjá rassgötin herpast saman.
Er búin að hlægja í góðar 2 mín yfir commentinu hennar Láru. Er enþá að...
Skrifa ummæli