Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik, eiginlega allt of taugaspenntur og kvíðinn. Ég er dauðhræddur um að Liverpool tapi. Fór samt og veðjaði 20 pundum á að úrslitin verði 2-2 jafntefli. Það er ekki minnsta glæta að það gerist, en ég gat ekki fengið af mér að veðja á Liverpool tap og ég þykist nokk viss um að AC Milan skori hið minnsta 2 mörk í leiknum. Maður getur víst ekki átt Kaká og étið hann líka. Ég vona samt auðvitað að fólkið hjá Eurocard hafi rétt fyrir sér í auglýsingunni á þessari mynd (ég og Hrafnhildur erum líka á myndinni í lúmskt nettum stemmara).
Svo hittum við loksins George. Hann var hress en Hrafnhildur var jafnvel hræddari við hann en John og neitaði að pósa með honum á mynd nema að hafa pabba með sér. Nú á Hrafnhildur einungis eftir að hitta Paul og ég skal hundur heita ef það gerist ekki fyrr en síðar.
En nú er ég farinn að sofa. Ég á örugglega eftir að fá svipaða hálf-martröð og ég fæ alltaf nóttina fyrir svona stórleiki, að ég sofi yfir mig og missi af leiknum, sjónvarpið bili, mér verði neitað um inngöngu á pöbbinn eða eitthvað álíka skelfilegt. þessir draumar eru orðnir kunnuglegir og hræða mig ekki. Ég hræðist hinsvegar Ítalaskrattana. Vonandi reynist sá ótti ástæðulaus. Áfram Liverpool.
4 ummæli:
ég er orðin svo fokkins stressuð! samt ekkert í líkingu við þig maður! en heiii ekki á morgun heldur hinn maður :D saaaakna ykkar! se þig fljótlega
-þórunn pínku
Leikurinn fer 1-0 fyrir Liverpool. Paul McCartney skorar úr víti.
Þegar valið stendur á milli Berlusconi og Liverpool velur maður alltaf Liverpool. Treysti á ykkur, en óttast að þetta geti orðið erfitt.
Bloggaðu....þetta er skipun.
ask
Skrifa ummæli