þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Hrafnhildur er eins og hálfs árs í dag og óskar Frívaktin henni að sjálfsögðu innilega til hamingju með þann merka áfanga. Pabbi hennar stóðst ekki mátið á afmælisdaginn heldur gerðist plebbalegur og gaf henni fótboltabúning bæjarliðsins. Hrafnhildur tekur sig afspyrnu vel út í honum og er með alla takta á tæru eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með litlu manneskjuna.
Hún tekur sig afar vel út í búningnum, er að mínu mati sætasti meðlimur félagsins.
Baráttukveðjur í lokaslaginn (þinn þ.e.a.s. ekki Liverpool) ;-) Mamma

d-unit sagði...

mega dæd...

dd

Bobby Breidholt sagði...

Augljós fjölskyldusvipur þarna á gerfigrasinu. Vantar bara gleraugun og þá verður sko sparkað undir þverslána.

Hrólfur S. sagði...

Ótrúlega sæt!